Ragnar: Óþarfi að hafa áhyggjur af okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 19:00 Ragnar Sigurðsson var léttur í Laugardalnum í dag. vísir/hanna Ellefu dagar eru þar til strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta ganga út á Stade Geoffroy-Guichard-völlin í St. Étienne og mæta Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í fyrsta leik á EM. Undirbúningur liðsins hefur ekki gengið vel ef mið er tekið af úrslitum í vináttuleikjum. Strákarnir hafa aðeins unnið tvo leiki af síðustu átta og töpuðu nú síðasta fyrir Noregi í vináttuleik í Osló þar sem liðið spilaði alls ekki vel. „Þetta var lélegt. Það er klárt mál. Við getum alveg viðurkennt það, að við erum búnir að spila nokkra lélega æfingaleiki á undanförnu en á sama tíma er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu,“ segir Ragnar í viðtali við íþróttadeild 365. Íslenska liðið, sem spilaði svo öfluga vörn í undankeppninni, hefur verið að fá á sig of mikið af mörkum í undanförnum leikjum. Noregur var aðeins búið að skora 0.8 mörk að meðtali í í leik í 28 leikjum áður en liðið setti þrjú á ísland. „Tvö af þessum mörkum koma úr föstum leikatriðum. Það getur alltaf gerst. Við erum að hrófla við liðinu og það voru þrír í varnarlínunni sem eru ekki fastamenn. Því tekur tíma að spila sig saman,“ segir Ragnar.Strákarnir æfa í sólinni í Laugardalnum í dag.vísir/hannaÆfingaleikir ekki eins Ragnar segir að hvernig strákarnir komu til leiks hafi haft sitt að segja gegn Noregi. Menn hafi verið að spara sig enda styttist í stóru stundina. Það er samt ekkert svo sniðugt að hans mati. „Maður er búinn að vera hugsa svo mikið um þetta að sjálfkrafa byrjar maður aðeins að passa sig. Ég var sjálfur að gera það í síðustu leikjunum í rússnesku deildinni. Það er ekkert jákvætt við það því ef maður fer að passa sig of mikið þá fer maður eins og aumingi í návígin og þá eru meiri líkur á að maður meiðist. En það er líka bara erfitt að hafa stjórn á þessu,“ segir Ragnar. Íslenska liðið hefur ekki brugðist í stórum leikjum sem skipta máli í langan tíma þannig getum við ekki treyst á að það verði áfram þannig frá og með 14. júní? „Að sjálfsögðu. Við vitum það og þið vitið öll hvað við getum. Ég segi það aftur að það er ekki það sama að spila æfingaleik og alvöru leik. Það er ekkert hægt að bera þetta saman og því er algjör óþarfi að vera með áhyggjur.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Ögmundur Kristinsson lætur gagnrýni á frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum sem vind um eyru þjóta. 3. júní 2016 15:45 Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. 3. júní 2016 09:30 Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. 3. júní 2016 15:05 Telja að Ögmundur byrji fyrsta leik á EM frekar en Hannes Þór Byrjunarliðum allra liða EM stillt upp og þar er Ögmundur í markinu hjá Íslandi og Alfreð frammi. 3. júní 2016 10:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Ellefu dagar eru þar til strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta ganga út á Stade Geoffroy-Guichard-völlin í St. Étienne og mæta Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í fyrsta leik á EM. Undirbúningur liðsins hefur ekki gengið vel ef mið er tekið af úrslitum í vináttuleikjum. Strákarnir hafa aðeins unnið tvo leiki af síðustu átta og töpuðu nú síðasta fyrir Noregi í vináttuleik í Osló þar sem liðið spilaði alls ekki vel. „Þetta var lélegt. Það er klárt mál. Við getum alveg viðurkennt það, að við erum búnir að spila nokkra lélega æfingaleiki á undanförnu en á sama tíma er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu,“ segir Ragnar í viðtali við íþróttadeild 365. Íslenska liðið, sem spilaði svo öfluga vörn í undankeppninni, hefur verið að fá á sig of mikið af mörkum í undanförnum leikjum. Noregur var aðeins búið að skora 0.8 mörk að meðtali í í leik í 28 leikjum áður en liðið setti þrjú á ísland. „Tvö af þessum mörkum koma úr föstum leikatriðum. Það getur alltaf gerst. Við erum að hrófla við liðinu og það voru þrír í varnarlínunni sem eru ekki fastamenn. Því tekur tíma að spila sig saman,“ segir Ragnar.Strákarnir æfa í sólinni í Laugardalnum í dag.vísir/hannaÆfingaleikir ekki eins Ragnar segir að hvernig strákarnir komu til leiks hafi haft sitt að segja gegn Noregi. Menn hafi verið að spara sig enda styttist í stóru stundina. Það er samt ekkert svo sniðugt að hans mati. „Maður er búinn að vera hugsa svo mikið um þetta að sjálfkrafa byrjar maður aðeins að passa sig. Ég var sjálfur að gera það í síðustu leikjunum í rússnesku deildinni. Það er ekkert jákvætt við það því ef maður fer að passa sig of mikið þá fer maður eins og aumingi í návígin og þá eru meiri líkur á að maður meiðist. En það er líka bara erfitt að hafa stjórn á þessu,“ segir Ragnar. Íslenska liðið hefur ekki brugðist í stórum leikjum sem skipta máli í langan tíma þannig getum við ekki treyst á að það verði áfram þannig frá og með 14. júní? „Að sjálfsögðu. Við vitum það og þið vitið öll hvað við getum. Ég segi það aftur að það er ekki það sama að spila æfingaleik og alvöru leik. Það er ekkert hægt að bera þetta saman og því er algjör óþarfi að vera með áhyggjur.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Ögmundur Kristinsson lætur gagnrýni á frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum sem vind um eyru þjóta. 3. júní 2016 15:45 Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. 3. júní 2016 09:30 Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. 3. júní 2016 15:05 Telja að Ögmundur byrji fyrsta leik á EM frekar en Hannes Þór Byrjunarliðum allra liða EM stillt upp og þar er Ögmundur í markinu hjá Íslandi og Alfreð frammi. 3. júní 2016 10:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Ögmundur Kristinsson lætur gagnrýni á frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum sem vind um eyru þjóta. 3. júní 2016 15:45
Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. 3. júní 2016 09:30
Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. 3. júní 2016 15:05
Telja að Ögmundur byrji fyrsta leik á EM frekar en Hannes Þór Byrjunarliðum allra liða EM stillt upp og þar er Ögmundur í markinu hjá Íslandi og Alfreð frammi. 3. júní 2016 10:30