Jón Daði: Tímaspursmál hvenær mörkin koma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 13:15 „Við höfum aðallega nýtt síðustu daga í endurheimt til að gera okkur klára fyrir Liechtenstein,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum í morgun. Íslenska liðið átti ekki góðan dag gegn Norðmönnum í Osló á miðvikudaginn en strákarnir ætla sér að komast aftur á réttan kjöl eftir magurt gengi í undanförnum vináttulandsleikjum. „Við töluðum um Noregsleikinn og fórum í gegnum það sem fór úrskeiðis og hvað við getum gert betur. Það er búið núna og við einbeitum okkur bara að næsta verkefni,“ sagði Jón Daði en íslenska liðið mætir Liechtenstein í síðasta leiknum fyrir EM á mánudaginn. Selfyssingurinn skoraði fyrsta mark Íslands í undankeppni EM 2016, í 3-0 sigrinum á Tyrklandi. Jón Daði hefur hins vegar ekki skorað síðan þá, í 17 landsleikjum. Hann viðurkennir að biðin eftir öðru landsliðsmarkinu sé orðin full löng. „Auðvitað vil ég skora annað mark, sérstaklega þar sem ég er framherji. Þá gerirðu væntingar til sjálfs þíns að þú skorir,“ sagði Jón Daði. Þrátt fyrir markaleysið finnur hann fyrir trausti frá landsliðsþjálfurunum, enda gegnir framherjinn mikilvægu hlutverki í íslenska liðinu, ekki síst í varnarleiknum. „Já, ég finn fyrir því og líka frá leikmönnum. Þetta snýst um að vinna vel fyrir liðið. Mörkin koma, það er bara tímaspursmál,“ sagði Jón Daði. Hann segist koma vel undan vetri en hann leikur með Kaiserslautern í þýsku B-deildinni. „Ég er í toppformi og engin meiðsli að hrjá mig,“ sagði Jón Daði sem skoraði tvö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Kaiserslautern í vetur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
„Við höfum aðallega nýtt síðustu daga í endurheimt til að gera okkur klára fyrir Liechtenstein,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum í morgun. Íslenska liðið átti ekki góðan dag gegn Norðmönnum í Osló á miðvikudaginn en strákarnir ætla sér að komast aftur á réttan kjöl eftir magurt gengi í undanförnum vináttulandsleikjum. „Við töluðum um Noregsleikinn og fórum í gegnum það sem fór úrskeiðis og hvað við getum gert betur. Það er búið núna og við einbeitum okkur bara að næsta verkefni,“ sagði Jón Daði en íslenska liðið mætir Liechtenstein í síðasta leiknum fyrir EM á mánudaginn. Selfyssingurinn skoraði fyrsta mark Íslands í undankeppni EM 2016, í 3-0 sigrinum á Tyrklandi. Jón Daði hefur hins vegar ekki skorað síðan þá, í 17 landsleikjum. Hann viðurkennir að biðin eftir öðru landsliðsmarkinu sé orðin full löng. „Auðvitað vil ég skora annað mark, sérstaklega þar sem ég er framherji. Þá gerirðu væntingar til sjálfs þíns að þú skorir,“ sagði Jón Daði. Þrátt fyrir markaleysið finnur hann fyrir trausti frá landsliðsþjálfurunum, enda gegnir framherjinn mikilvægu hlutverki í íslenska liðinu, ekki síst í varnarleiknum. „Já, ég finn fyrir því og líka frá leikmönnum. Þetta snýst um að vinna vel fyrir liðið. Mörkin koma, það er bara tímaspursmál,“ sagði Jón Daði. Hann segist koma vel undan vetri en hann leikur með Kaiserslautern í þýsku B-deildinni. „Ég er í toppformi og engin meiðsli að hrjá mig,“ sagði Jón Daði sem skoraði tvö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Kaiserslautern í vetur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira