Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2016 22:05 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. vísir/hanna Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36
Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16