Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2016 13:00 Eftir ótrúlega opnunardaga í Blöndu og Norðurá heldur gleðin bara áfram við bakkana og það er ekkert lát á göngum. Þetta er engan veginn eðlilegt ástand en gefur vonandi góðar vonir um að laxinn hafi haft nóg að éta í sjónum í vetur og það séu því meira en góðar líkur á að eins árs laxinn komi vel undan vetri. Ef þær göngur verða eitthvað í takt við þessar opnanir er engin leið að spá um hvernig veiðin verður í sumar en flestir veiðimenn veðja þó á mjög gott ár. Það er töluverður lax genginn í árnar sem enn eiga eftir að opna og sem dæmi má nefna Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Langá á Mýrum, Þverá og Miðfjarðará en þar má sjá 30-40 laxa torfur í sumum neðstu hyljunum. Eftir metveiði í fyrra hefur verið gífurleg eftirspurn eftir laxveiðileyfum í sumar og eftir þessar frábæru opnanir hefur salan á þeim stöngum sem eftir voru heldur betur tekið kipp og er staðan að verða þannig að nær uppselt er að verða í margar árnar og þeir sem eru ekki þegar upðseldar, þar er aðeins hægt að fá daga á jaðartíma og þá bara í lok veiðitímans. Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði
Eftir ótrúlega opnunardaga í Blöndu og Norðurá heldur gleðin bara áfram við bakkana og það er ekkert lát á göngum. Þetta er engan veginn eðlilegt ástand en gefur vonandi góðar vonir um að laxinn hafi haft nóg að éta í sjónum í vetur og það séu því meira en góðar líkur á að eins árs laxinn komi vel undan vetri. Ef þær göngur verða eitthvað í takt við þessar opnanir er engin leið að spá um hvernig veiðin verður í sumar en flestir veiðimenn veðja þó á mjög gott ár. Það er töluverður lax genginn í árnar sem enn eiga eftir að opna og sem dæmi má nefna Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Langá á Mýrum, Þverá og Miðfjarðará en þar má sjá 30-40 laxa torfur í sumum neðstu hyljunum. Eftir metveiði í fyrra hefur verið gífurleg eftirspurn eftir laxveiðileyfum í sumar og eftir þessar frábæru opnanir hefur salan á þeim stöngum sem eftir voru heldur betur tekið kipp og er staðan að verða þannig að nær uppselt er að verða í margar árnar og þeir sem eru ekki þegar upðseldar, þar er aðeins hægt að fá daga á jaðartíma og þá bara í lok veiðitímans.
Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði