Katrín Hall ráðin til Gautaborgaróperunnar Bjarki Ármannsson skrifar 8. júní 2016 14:11 Katrín var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins á árunum 1996 til 2012. Vísir/GVA Katrín Hall, áður listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins til margra ára, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún segir ráðninguna áskorun og að ögrandi verkefni bíði framundan. „Þetta er mjög virtur dansflokkur og einn af þeim leiðandi í Evrópu,“ segir Katrín. „Þannig að sannarlega er þetta mikill heiður fyrir mig. Það eru alls konar tilfinningar sem blandast saman: Heiður, eftirvænting, spenna og svo veit ég að þetta verður mjög krefjandi verkefni.“ Við Gautaborgaróperuna eru ár hvert settar upp óperur, tónleikar og danssýningar. Dansflokkurinn sem Katrín mun veita listræna stjórn telur 38 dansara. Þegar er búið að skipuleggja næsta leikár hjá óperunni og lýst Katrínu vel á verkin sem taka á fyrir. „Leikárið sem framundan er er mjög spennandi og fyrrverandi stjórnandi dansflokksins var mjög metnaðarfullur í sínu verkefnavali,“ segir hún. „Ég get hundrað prósent staðið á bak við allt sem verður sýnt næsta leikár og það með stolti. Þetta eru nánast sömu danshöfundar og ég hef verið að vinna með og verið í samtali við varðandi verkefni þegar ég var hjá Íslenska dansflokknum. Þannig að þetta er bara í beinu framhaldi af því.“ Katrín tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi og hefur gert samning til fjögurra ára. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Katrín Hall, áður listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins til margra ára, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún segir ráðninguna áskorun og að ögrandi verkefni bíði framundan. „Þetta er mjög virtur dansflokkur og einn af þeim leiðandi í Evrópu,“ segir Katrín. „Þannig að sannarlega er þetta mikill heiður fyrir mig. Það eru alls konar tilfinningar sem blandast saman: Heiður, eftirvænting, spenna og svo veit ég að þetta verður mjög krefjandi verkefni.“ Við Gautaborgaróperuna eru ár hvert settar upp óperur, tónleikar og danssýningar. Dansflokkurinn sem Katrín mun veita listræna stjórn telur 38 dansara. Þegar er búið að skipuleggja næsta leikár hjá óperunni og lýst Katrínu vel á verkin sem taka á fyrir. „Leikárið sem framundan er er mjög spennandi og fyrrverandi stjórnandi dansflokksins var mjög metnaðarfullur í sínu verkefnavali,“ segir hún. „Ég get hundrað prósent staðið á bak við allt sem verður sýnt næsta leikár og það með stolti. Þetta eru nánast sömu danshöfundar og ég hef verið að vinna með og verið í samtali við varðandi verkefni þegar ég var hjá Íslenska dansflokknum. Þannig að þetta er bara í beinu framhaldi af því.“ Katrín tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi og hefur gert samning til fjögurra ára.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira