Brjálæðislegt úthald trommuleikarans Jónas Sen skrifar 9. júní 2016 09:30 Tónlist Djasstónleikar Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna sveit á Listahátíð í Reykjavík. Eldborg í Hörpu Sunnudaginn 5. júní Lokatónleikarnir á Listahátíð skörtuðu heimsfrægum djassista, Terri Lyne Carrington. Hún er trommuleikari og þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Með henni voru sex hljóðfæraleikarar sem spiluðu á píanó, tvo saxófóna, gítar, bassa og flautu. Byrjun tónleikanna var kröftug. Spilað var ákaft lag, hálfgerður frjálsdjass þar sem allt er leyfilegt. Hljóðmixið var sérstakt, venjulega heyrist ekki svona mikið í trommunum. En það var ekki leiðinlegt. Carrington er magnaður trommuleikari, leikur hennar var sérlega margbrotinn og oft ótrúlega hraður. Hið sérstaka var þó hve hann var í leiðinni afslappaður, það var engin stífni í áslættinum. Allt lék í höndunum á trommuleikaranum. Minnist maður orða Roberts Schumanns, sem sagði: „Sá sem ekki leikur við hljóðfærið, leikur ekki heldur á það.“ Tónleikarnir tóku klukkutíma og þrjú korter án hlés. Carrington lamdi trommurnar allan tímann af sama fjörinu, hún gaf aldrei eftir. Hvílíkt úthald! Hinir hljóðfæraleikararnir voru einnig með allt sitt á hreinu. Saxófónarnir voru dillandi og litríkir, píanóleikurinn var skemmtilega snarpur, bassinn pottþéttur, gítarinn glitrandi og flautuleikur hinnar tvítugu Elenu Pinderhughes dásamlega breiður og munúðarfullur. Sú síðastnefnda hóf líka upp raust sína á köflum, en hún var fyrst og fremst bakrödd. Hún gerði það þó fallega. Dagskráin var fjölbreytt. Þarna voru „standardar“ á borð við Body and Soul eftir Johnny Green, Unconditional Love eftir Nick Drake og Come Sunday eftir Duke Ellington. Svo voru lög af plötunni The Mosaic Project sem kom út árið 2011. Það er frábær plata þar sem allir músíkantarnir eru kvenkyns. Í fyrra kom út eins konar framhald plötunnar, hún er aðeins poppaðri en ekkert síður skemmtileg. Söngkonan Lizz Wright kom fram með bandinu og söng nokkur lög. Röddin var svo unaðslega safarík og fögur að maður hreinlega gleymdi stund og stað. Þetta var í einu orði sagt: Snilld.Niðurstaða: Algerlega frábærir djasstónleikar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist Djasstónleikar Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna sveit á Listahátíð í Reykjavík. Eldborg í Hörpu Sunnudaginn 5. júní Lokatónleikarnir á Listahátíð skörtuðu heimsfrægum djassista, Terri Lyne Carrington. Hún er trommuleikari og þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Með henni voru sex hljóðfæraleikarar sem spiluðu á píanó, tvo saxófóna, gítar, bassa og flautu. Byrjun tónleikanna var kröftug. Spilað var ákaft lag, hálfgerður frjálsdjass þar sem allt er leyfilegt. Hljóðmixið var sérstakt, venjulega heyrist ekki svona mikið í trommunum. En það var ekki leiðinlegt. Carrington er magnaður trommuleikari, leikur hennar var sérlega margbrotinn og oft ótrúlega hraður. Hið sérstaka var þó hve hann var í leiðinni afslappaður, það var engin stífni í áslættinum. Allt lék í höndunum á trommuleikaranum. Minnist maður orða Roberts Schumanns, sem sagði: „Sá sem ekki leikur við hljóðfærið, leikur ekki heldur á það.“ Tónleikarnir tóku klukkutíma og þrjú korter án hlés. Carrington lamdi trommurnar allan tímann af sama fjörinu, hún gaf aldrei eftir. Hvílíkt úthald! Hinir hljóðfæraleikararnir voru einnig með allt sitt á hreinu. Saxófónarnir voru dillandi og litríkir, píanóleikurinn var skemmtilega snarpur, bassinn pottþéttur, gítarinn glitrandi og flautuleikur hinnar tvítugu Elenu Pinderhughes dásamlega breiður og munúðarfullur. Sú síðastnefnda hóf líka upp raust sína á köflum, en hún var fyrst og fremst bakrödd. Hún gerði það þó fallega. Dagskráin var fjölbreytt. Þarna voru „standardar“ á borð við Body and Soul eftir Johnny Green, Unconditional Love eftir Nick Drake og Come Sunday eftir Duke Ellington. Svo voru lög af plötunni The Mosaic Project sem kom út árið 2011. Það er frábær plata þar sem allir músíkantarnir eru kvenkyns. Í fyrra kom út eins konar framhald plötunnar, hún er aðeins poppaðri en ekkert síður skemmtileg. Söngkonan Lizz Wright kom fram með bandinu og söng nokkur lög. Röddin var svo unaðslega safarík og fögur að maður hreinlega gleymdi stund og stað. Þetta var í einu orði sagt: Snilld.Niðurstaða: Algerlega frábærir djasstónleikar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira