Hyundai stofnar sportbíladeildina N Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2016 15:05 Hyundai i30 N verður fyrsti bíll nýrrar sportbíladeildar Hyundai. Yfirmaður nýrrar sporbíladeildar Hyundai, Albert Biermann, kemur frá BMW en þar á bæ bera sportbílar nafnið M. Næsti stafur á eftir M er N svo það kemur því kannski ekki á óvart að nýja sportbíladeild Hyundai fái nafnið N. Fyrsti bílinn sem koma skal frá þessari nýstofnuðu deild Hyundai verður i30 N og kemur hann á markað á næsta ári. Hann verður byggður á nýrri kynslóð i30 en núverandi kynslóð hans verður á næsta ári skipt út fyrir nýja. Þrír slíkir bílar voru reyndar prófaðir í Nürburgring þolaksturskeppni fyrir um tveimur vikum ásamt Velostar Turbo bíl frá Hyundai og i30 1,6 Turbo, en sá bíll var sigurvegari í sínum flokki í keppninni á síðasta ári. Undir húddinu á i30 N verður 2,0 lítra og 259 hestafla vél en engu að síður á þessi bíll að verða á afar viðráðanlegu verði. Hann mun í fyrstu aðeins fást beinskiptur en verða svo síðar í boði með sjálfskiptingu. Þessum bíl verður att gegn Ford Focus ST og Volkswagen Golf GTI og á að verða ódýrair en þeir. Í framtíðinni verða bílar frá N-deildinni einnig í boði sem tengitvinnbílar, en ekki í fyrstu. N-sportbíladeild Hyundai er með höfuðstöðvar í S-Kóreu en er einnig með útibú í nágrenni Nürburgring brautarinnar þýsku og þar eru bílar deildarinnar prófaðir. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent
Yfirmaður nýrrar sporbíladeildar Hyundai, Albert Biermann, kemur frá BMW en þar á bæ bera sportbílar nafnið M. Næsti stafur á eftir M er N svo það kemur því kannski ekki á óvart að nýja sportbíladeild Hyundai fái nafnið N. Fyrsti bílinn sem koma skal frá þessari nýstofnuðu deild Hyundai verður i30 N og kemur hann á markað á næsta ári. Hann verður byggður á nýrri kynslóð i30 en núverandi kynslóð hans verður á næsta ári skipt út fyrir nýja. Þrír slíkir bílar voru reyndar prófaðir í Nürburgring þolaksturskeppni fyrir um tveimur vikum ásamt Velostar Turbo bíl frá Hyundai og i30 1,6 Turbo, en sá bíll var sigurvegari í sínum flokki í keppninni á síðasta ári. Undir húddinu á i30 N verður 2,0 lítra og 259 hestafla vél en engu að síður á þessi bíll að verða á afar viðráðanlegu verði. Hann mun í fyrstu aðeins fást beinskiptur en verða svo síðar í boði með sjálfskiptingu. Þessum bíl verður att gegn Ford Focus ST og Volkswagen Golf GTI og á að verða ódýrair en þeir. Í framtíðinni verða bílar frá N-deildinni einnig í boði sem tengitvinnbílar, en ekki í fyrstu. N-sportbíladeild Hyundai er með höfuðstöðvar í S-Kóreu en er einnig með útibú í nágrenni Nürburgring brautarinnar þýsku og þar eru bílar deildarinnar prófaðir.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent