Pabbastund Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2016 07:00 Ég á ekki margar minningar um pabba minn sem lést langt fyrir aldur fram. Því dýrmætari eru augnablikin sem lifa í hugskotinu. Lykt, hlátur, háhestur. Ég breytist í stelpuskott. Ein sterkasta minningin er af okkur í sturtu. Hann raular, örugglega lag með Dire Straits, eða Bubba, og þvær mér um hárið. Ég fæ sápu í augað en harka af mér því ég vil ekki hreyfa við þessari stund. Ég er svo örugg. Með hendur pabba míns um hausinn og ljúfa röddina í eyrunum. Og eldrautt auga. Þegar mynd af föður sem heldur á barni sínu í sturtu gekk um Facebook um daginn, hélt ég fyrst að verið væri að deila myndinni því hún væri svo fögur. Hugljúf mynd á mánudegi. Svo kom í ljós að myndin hafði verið bönnuð því hún þótti ósæmileg. Ojj. Nakinn karlmaður með nakið barn. En viðbjóðslegt! Ég varð alveg öskuill. Og vinir mínir sögðu mér frá sinni reynslu. Einn bað mömmuna frekar um að setja krem á dóttur sína eftir að hún datt á hjóli því „pabbi setti krem á píkuna“ gæti hljómað illa í eyrum leikskólakennara daginn eftir. Einn mátti ekki gista hjá sjö ára fótboltastelpum í skála. Svo er það pabbinn sem lék yfir sig í stelpuafmælinu, tók í flugvélar og gaf bangsaknús. Hugsaði lengi um kvöldið hvort hann hefði farið yfir strikið. Ég veit að heimurinn er hættulegur en hann er líka óskaplega fallegur. Stundum þurfum við að velja: Að treysta eða vera ein. Að elska eða komast hjá ástarsorg. Að vera hrædd eða lifa. Helst myndi ég vilja geyma börnin mín í bumbunni alla ævi, en það er lítil hamingja fólgin í því. Fyrir þrjátíu árum þvoði ungur maður stelpunni sinni um hausinn. Hún hlustaði á hann raula og starði á dinglandi typpið sem var einmitt í augnhæð. Það var falleg og mikilvæg stund. Og eðlileg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun
Ég á ekki margar minningar um pabba minn sem lést langt fyrir aldur fram. Því dýrmætari eru augnablikin sem lifa í hugskotinu. Lykt, hlátur, háhestur. Ég breytist í stelpuskott. Ein sterkasta minningin er af okkur í sturtu. Hann raular, örugglega lag með Dire Straits, eða Bubba, og þvær mér um hárið. Ég fæ sápu í augað en harka af mér því ég vil ekki hreyfa við þessari stund. Ég er svo örugg. Með hendur pabba míns um hausinn og ljúfa röddina í eyrunum. Og eldrautt auga. Þegar mynd af föður sem heldur á barni sínu í sturtu gekk um Facebook um daginn, hélt ég fyrst að verið væri að deila myndinni því hún væri svo fögur. Hugljúf mynd á mánudegi. Svo kom í ljós að myndin hafði verið bönnuð því hún þótti ósæmileg. Ojj. Nakinn karlmaður með nakið barn. En viðbjóðslegt! Ég varð alveg öskuill. Og vinir mínir sögðu mér frá sinni reynslu. Einn bað mömmuna frekar um að setja krem á dóttur sína eftir að hún datt á hjóli því „pabbi setti krem á píkuna“ gæti hljómað illa í eyrum leikskólakennara daginn eftir. Einn mátti ekki gista hjá sjö ára fótboltastelpum í skála. Svo er það pabbinn sem lék yfir sig í stelpuafmælinu, tók í flugvélar og gaf bangsaknús. Hugsaði lengi um kvöldið hvort hann hefði farið yfir strikið. Ég veit að heimurinn er hættulegur en hann er líka óskaplega fallegur. Stundum þurfum við að velja: Að treysta eða vera ein. Að elska eða komast hjá ástarsorg. Að vera hrædd eða lifa. Helst myndi ég vilja geyma börnin mín í bumbunni alla ævi, en það er lítil hamingja fólgin í því. Fyrir þrjátíu árum þvoði ungur maður stelpunni sinni um hausinn. Hún hlustaði á hann raula og starði á dinglandi typpið sem var einmitt í augnhæð. Það var falleg og mikilvæg stund. Og eðlileg.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun