Enskur og danskur meistari sama tímabilið og þakkar Guði fyrir það Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2016 16:15 Ganverjinn Daniel Amartey, leikmaður Englandsmeistara Leicester, fagnaði öðrum landstitli sínum á tímabilinu á sunnudaginn þegar hann sneri aftur á Parken og fagnaði með sínu gamla liði, FC Kaupmannahöfn. Hinn 21 árs gamli Amartey spilaði í eitt og hálft tímabil með FCK áður en hann var seldur til Leicester í janúar fyrir sex milljónir punda. Þar spilaði hann fimm leiki frá janúar og varð Englandsmeistari. FCK hafði mikla yfirburði í dönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og fékk bikarinn afhentan eftir 2-1 heimasigur gegn AGF á Parken á sunnudaginn. Þar var Amartey mættur en hann er í miklum metum hjá FCK og stuðningsmönnum liðsinss. „Ég er mjög ánægður að sjá stuðningsmennina aftur og mína gömlu liðsfélaga,“ segir Amartey í viðtali við heimasíðu FCK en myndband af fögnuði hans og viðtalinu má sjá hér að ofan. „Á síðustu leiktíð urðum við ekki meistarar en ég sagði við strákana að við yrðum meistarar í ár. Ég sagði að ég yrði að koma aftur ef þeir myndu klára þetta og ég er ánægður að geta fagnað með þeim.“ Hann þakkaði manninum að ofan fyrir árangurinn á þessari leiktíð: „Ég þakka Guði fyrir það því hann stendur fyrir þessu. Ég er bara þakklátur fyrir tækifærið,“ sagði Daniel Amartey.English Champion & Danish Champion in the same season... Daniel Amartey with his medals yesterday. #Ghana #LCFC pic.twitter.com/YSZ4O1NFku— John Bennett (@JohnBennettBBC) May 31, 2016 Very grateful for this opportunity. Thank you God, for how far you've brought me. #HCMSports @CHIBSONY17 we did it!! pic.twitter.com/amLpTNTsPC— Daniel Amartey (@DanAmartey) May 8, 2016 Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Ganverjinn Daniel Amartey, leikmaður Englandsmeistara Leicester, fagnaði öðrum landstitli sínum á tímabilinu á sunnudaginn þegar hann sneri aftur á Parken og fagnaði með sínu gamla liði, FC Kaupmannahöfn. Hinn 21 árs gamli Amartey spilaði í eitt og hálft tímabil með FCK áður en hann var seldur til Leicester í janúar fyrir sex milljónir punda. Þar spilaði hann fimm leiki frá janúar og varð Englandsmeistari. FCK hafði mikla yfirburði í dönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og fékk bikarinn afhentan eftir 2-1 heimasigur gegn AGF á Parken á sunnudaginn. Þar var Amartey mættur en hann er í miklum metum hjá FCK og stuðningsmönnum liðsinss. „Ég er mjög ánægður að sjá stuðningsmennina aftur og mína gömlu liðsfélaga,“ segir Amartey í viðtali við heimasíðu FCK en myndband af fögnuði hans og viðtalinu má sjá hér að ofan. „Á síðustu leiktíð urðum við ekki meistarar en ég sagði við strákana að við yrðum meistarar í ár. Ég sagði að ég yrði að koma aftur ef þeir myndu klára þetta og ég er ánægður að geta fagnað með þeim.“ Hann þakkaði manninum að ofan fyrir árangurinn á þessari leiktíð: „Ég þakka Guði fyrir það því hann stendur fyrir þessu. Ég er bara þakklátur fyrir tækifærið,“ sagði Daniel Amartey.English Champion & Danish Champion in the same season... Daniel Amartey with his medals yesterday. #Ghana #LCFC pic.twitter.com/YSZ4O1NFku— John Bennett (@JohnBennettBBC) May 31, 2016 Very grateful for this opportunity. Thank you God, for how far you've brought me. #HCMSports @CHIBSONY17 we did it!! pic.twitter.com/amLpTNTsPC— Daniel Amartey (@DanAmartey) May 8, 2016
Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira