60 prósent EM-hópsins af mölinni Bjarki Ármannsson skrifar 20. maí 2016 16:38 Kort sem fréttastofa útbjó til gamans. Vísir Fjórtán af þeim 23 knattspyrnumönnum sem valdir hafa verið í lokahópinn fyrir Evrópumeistaramót karla í Frakklandi í sumar koma frá höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru frá Suðurnesjum, þrír frá Akureyri og Selfoss og Sauðárkrókur eiga sinn fulltrúann hvorn. Þetta má sjá á korti sem fréttastofa tók saman til gamans og sýnir fæðingarstað allra landsliðsmannanna okkar sem fara brátt að pakka ofan í töskunar fyrir Frakklandsferðina. Netverjar hafa undanfarið leikið sér að því að gera svipuð kort fyrir aðra landsliðshópa fyrir EM, til dæmis landsliðshóp Þýskalands og landsliðshóp Englands. Upplýsingar um fæðingarstað leikmanna eru fengnar af vefsíðum á borð við Wikipedia og Transfermarkt. Varnartröllið Kári Árnason er sá eini sem ekki er merktur inn á Íslandskortið en hann fæddist í Gautaborg og ólst upp í Reykjavík. Þá er okkar eini sanni Eiður Smári Guðjónsen fæddur á höfuðborgarsvæðinu en hann ólst að miklu leyti upp á meginlandi Evrópu þar sem Arnór faðir hans raðaði inn mörkunum.Sjá einnig: 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Þannig má segja að um 60 prósent landsliðshópsins okkar séu frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega í takt við íbúadreifingu á landinu öllu en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi búa rétt rúmlega 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó vekur ef til vill athygli knattspyrnuáhugamanna að gamalgróin knattspyrnubæli á borð við Akranes og Vestmannaeyjar eiga enga fulltrúa í landsliðshópnum nú. Sömuleiðis er staða Njarðvíkur ansi merkileg því ólíklegt verður að teljast að margir aðrir fimm þúsund manna bæir í Evrópu eigi tvo fulltrúa á EM. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Fjórtán af þeim 23 knattspyrnumönnum sem valdir hafa verið í lokahópinn fyrir Evrópumeistaramót karla í Frakklandi í sumar koma frá höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru frá Suðurnesjum, þrír frá Akureyri og Selfoss og Sauðárkrókur eiga sinn fulltrúann hvorn. Þetta má sjá á korti sem fréttastofa tók saman til gamans og sýnir fæðingarstað allra landsliðsmannanna okkar sem fara brátt að pakka ofan í töskunar fyrir Frakklandsferðina. Netverjar hafa undanfarið leikið sér að því að gera svipuð kort fyrir aðra landsliðshópa fyrir EM, til dæmis landsliðshóp Þýskalands og landsliðshóp Englands. Upplýsingar um fæðingarstað leikmanna eru fengnar af vefsíðum á borð við Wikipedia og Transfermarkt. Varnartröllið Kári Árnason er sá eini sem ekki er merktur inn á Íslandskortið en hann fæddist í Gautaborg og ólst upp í Reykjavík. Þá er okkar eini sanni Eiður Smári Guðjónsen fæddur á höfuðborgarsvæðinu en hann ólst að miklu leyti upp á meginlandi Evrópu þar sem Arnór faðir hans raðaði inn mörkunum.Sjá einnig: 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Þannig má segja að um 60 prósent landsliðshópsins okkar séu frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega í takt við íbúadreifingu á landinu öllu en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi búa rétt rúmlega 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó vekur ef til vill athygli knattspyrnuáhugamanna að gamalgróin knattspyrnubæli á borð við Akranes og Vestmannaeyjar eiga enga fulltrúa í landsliðshópnum nú. Sömuleiðis er staða Njarðvíkur ansi merkileg því ólíklegt verður að teljast að margir aðrir fimm þúsund manna bæir í Evrópu eigi tvo fulltrúa á EM.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00
Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30
30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00