Heldur tónleika í minningu kennara síns Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. maí 2016 11:30 Gunnar Kvaran ásamt hljómsveitinni og Huldu Björk Garðarsdóttur söngkonu. Vísir/Aðsend Þetta eru tónleikar helgaðir minningu kennara míns og meistara, sellósnillingsins Erlings Blöndals Bengtssonar. Þegar hann lést fyrir tæpum þremur árum fór ég að hugleiða hvernig ég gæti minnst hans með tónleikum. Ég hef aldrei fundið neinn hentugan ramma utan um þessa tónleika þangað til að mér tókst að semja við Listahátíð um að halda þessa tónleika í minningu hans. Mér fannst tilvalið að leita til nemenda minna sem eru í raun og veru barnabörn Erlings í tónlistarlegum skilningi. Ég þurfti að velja átta sellóleikara úr stórum hópi af nemendum sem ég hef haft í gegnum 35 ár hér á Íslandi. Svo fékk ég til liðs við mig yndislega söngkonu, Huldu Björk Garðarsdóttur, sem á að syngja einsöng í einu af þessum verkum. En við flytjum á þessum tónleikum tvö verk eftir Villa-Lobos fyrir átta selló og söngrödd með dásamlegum texta sem Reynir Axelsson hefur þýtt alveg meistaralega. Síðan er Bachianas Brasileiras nr. 1 sem er bara fyrir átta selló, við endum tónleikana á því. Næst verður flutt ein einleikssvíta eftir Bach sem Margrét Árnadóttir sellóleikari flytur og svo er eitt yndislegt lag, sem er katalónskt þjóðlag sem Pablo Casals sellósnillingur gerði heimsfrægt. Hann lék þetta alltaf í lok allra sinna tónleika eftir að hann þurfti að flýja sitt heimaland. Erling Blöndal Bengtson þarf nú vart að kynna á Íslandi. Móðir hans var íslensk en hann ólst upp í Danmörku. Faðir hans var danskur fiðluleikari og ég varð nemandi hans 1964 og var hjá honum sem nemandi í sjö ár. Á þeim tíma fékk ég það einstæða tækifæri frá honum að gerast aðstoðarkennarinn hans. Það styrkti mig og hjálpaði mér mikið í þeirri köllun sem ég hafði að verða kennari. Ég kom til Íslands 1980 og hef kennt hérna og spilað síðan. Ástæðan fyrir þessum verkum er sú að Erling var alveg stórkostlegur flytjandi einleiksverka Bachs. Bæði þessi verk eftir Villa-Lobos tengjast Bach, þess vegna heita þau Bachianas Brasileiras. Hann var sellóleikari sjálfur hann Villa-Lobos og hann samdi þessi tvö verk undir sterkum áhrifum frá Bach. Mér fannst allt prógrammið tengjast Erling. Ég flutti þetta síðasta verk, Bachianas Brasileiras nr. 1, sem nemandi hans undir hans stjórn í Tivoli concert salnum 1968, þannig tengist þetta allt saman Erling. Ég vona að fólk flykkist að, því að Erling var búinn að gefa þessari þjóð mikið með list sinni í meira en 60 ár. Hann kom hingað sem undrabarn 14 ára gamall og síðustu tónleikana sína hélt hann á 75 ára afmælinu sínu. Hann var búinn að koma hingað geysilega oft og halda tónleika. Hann var óskaplega frændrækinn og hélt mikið upp á þetta land. Þegar hann fluttist til Bandaríkjanna þá hafi hann ekkert síður litið á Ísland sem sitt ættland, ekkert frekar heldur en Danmörku.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 í Laugarneskirkju sunnudaginn 22. maí og miðaverð er 4.700 krónur. Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Þetta eru tónleikar helgaðir minningu kennara míns og meistara, sellósnillingsins Erlings Blöndals Bengtssonar. Þegar hann lést fyrir tæpum þremur árum fór ég að hugleiða hvernig ég gæti minnst hans með tónleikum. Ég hef aldrei fundið neinn hentugan ramma utan um þessa tónleika þangað til að mér tókst að semja við Listahátíð um að halda þessa tónleika í minningu hans. Mér fannst tilvalið að leita til nemenda minna sem eru í raun og veru barnabörn Erlings í tónlistarlegum skilningi. Ég þurfti að velja átta sellóleikara úr stórum hópi af nemendum sem ég hef haft í gegnum 35 ár hér á Íslandi. Svo fékk ég til liðs við mig yndislega söngkonu, Huldu Björk Garðarsdóttur, sem á að syngja einsöng í einu af þessum verkum. En við flytjum á þessum tónleikum tvö verk eftir Villa-Lobos fyrir átta selló og söngrödd með dásamlegum texta sem Reynir Axelsson hefur þýtt alveg meistaralega. Síðan er Bachianas Brasileiras nr. 1 sem er bara fyrir átta selló, við endum tónleikana á því. Næst verður flutt ein einleikssvíta eftir Bach sem Margrét Árnadóttir sellóleikari flytur og svo er eitt yndislegt lag, sem er katalónskt þjóðlag sem Pablo Casals sellósnillingur gerði heimsfrægt. Hann lék þetta alltaf í lok allra sinna tónleika eftir að hann þurfti að flýja sitt heimaland. Erling Blöndal Bengtson þarf nú vart að kynna á Íslandi. Móðir hans var íslensk en hann ólst upp í Danmörku. Faðir hans var danskur fiðluleikari og ég varð nemandi hans 1964 og var hjá honum sem nemandi í sjö ár. Á þeim tíma fékk ég það einstæða tækifæri frá honum að gerast aðstoðarkennarinn hans. Það styrkti mig og hjálpaði mér mikið í þeirri köllun sem ég hafði að verða kennari. Ég kom til Íslands 1980 og hef kennt hérna og spilað síðan. Ástæðan fyrir þessum verkum er sú að Erling var alveg stórkostlegur flytjandi einleiksverka Bachs. Bæði þessi verk eftir Villa-Lobos tengjast Bach, þess vegna heita þau Bachianas Brasileiras. Hann var sellóleikari sjálfur hann Villa-Lobos og hann samdi þessi tvö verk undir sterkum áhrifum frá Bach. Mér fannst allt prógrammið tengjast Erling. Ég flutti þetta síðasta verk, Bachianas Brasileiras nr. 1, sem nemandi hans undir hans stjórn í Tivoli concert salnum 1968, þannig tengist þetta allt saman Erling. Ég vona að fólk flykkist að, því að Erling var búinn að gefa þessari þjóð mikið með list sinni í meira en 60 ár. Hann kom hingað sem undrabarn 14 ára gamall og síðustu tónleikana sína hélt hann á 75 ára afmælinu sínu. Hann var búinn að koma hingað geysilega oft og halda tónleika. Hann var óskaplega frændrækinn og hélt mikið upp á þetta land. Þegar hann fluttist til Bandaríkjanna þá hafi hann ekkert síður litið á Ísland sem sitt ættland, ekkert frekar heldur en Danmörku.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 í Laugarneskirkju sunnudaginn 22. maí og miðaverð er 4.700 krónur.
Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið