Victoria's Secret hættir að selja sundföt Ritstjórn skrifar 21. maí 2016 11:30 Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði. Mest lesið Armani hannar nýja kvenfatalínu Glamour Skot á umdeildustu förðunartísku síðasta árs? Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Kim hefur engan áhuga að halda uppi gamla lífstílnum Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Naglatrend: Grafísk munstur á neglur Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Topp snyrtivörur júlímánaðar Glamour
Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði.
Mest lesið Armani hannar nýja kvenfatalínu Glamour Skot á umdeildustu förðunartísku síðasta árs? Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Kim hefur engan áhuga að halda uppi gamla lífstílnum Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Naglatrend: Grafísk munstur á neglur Glamour Topshop hefur sölu á brúðarkjólum Glamour Topp snyrtivörur júlímánaðar Glamour