Victoria's Secret hættir að selja sundföt Ritstjórn skrifar 21. maí 2016 11:30 Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði. Mest lesið Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Stríðsáraþema hjá Prada Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Glamour Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Mammút með ábreiðu af Cher Glamour Drauma Iphone-hulstrið frá Louis Vuitton Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour
Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði.
Mest lesið Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Stríðsáraþema hjá Prada Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Bridget Jones nýr aftur 12 árum seinna Glamour Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Mammút með ábreiðu af Cher Glamour Drauma Iphone-hulstrið frá Louis Vuitton Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour