Viðskipti erlent

Nokia segir upp rúmlega þúsund í Finnlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Forsvarsmenn tæknifyrirtækisins Nokia hafa ákveðið að segja upp 1.032 starfsmönnum í Finnlandi. Uppsagnirnar eru liður í sparnaðaráætlun fyrirtækisins sem ætlað er að spara fyrirtækinu 900 milljónir evra. Rúmlega hundrað þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu í um 30 löndum.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Nokia, sem var eingöngu gefin út á finnsku.

Á vef TechCrunch segir að upprunalega hafi staðið til að segja upp 1.300 manns í Finnlandi. Fyrirtækið hefur ekki viljað gefa út hve mörgum verði sagt upp á heimsvísu en talið er að það geti verið allt að 15 þúsund manns. Nokia sameinaðist Alcatel-Lucent fyrr á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×