Gleraugna–glámur Berglind Pétursdóttir skrifar 23. maí 2016 07:00 Frá því að ég var píreygur 9 ára krakki hefur sjón minni farið hrakandi og ég sit nú uppi með nærsýni upp á þrjár kommur og sjónskekkju eins og söguhetjan í Dagbókum Berts. Um fimmtán ára aldurinn var stefnan tekin á glæstan feril á sviði nútímadanslistar og fengu gleraugun að víkja fyrir handhægum augnlinsum. Í dag er ég tuttugu og sjö ára og hef í tylft ára troðið linsum í augun á mér um leið og ég vakna. Ég hef reynt að kaupa mér fokdýr tískugleraugu þegar frænkur mínar segja æ, æ, þetta er ekki gott fyrir augun, en allt kemur fyrir ekki. Alltaf sogast þessar litlu sogskálar aftur utan um mínar ofkúptu augnkúlur. Tólf ár sem þræll og allt það, ég ákvað að freista gæfunnar og fara í rannsókn til þess að ganga úr skugga um hvort ég væri gjaldgengur kandídat í leiseraðgerð á augum. Ég pantaði tíma. Ekkert mál. Þú þarft að vera linsulaus í heila viku á undan, sagði símadaman hjá augnlækninum. Guð minn góður, svaraði ég. Eftir að hafa verið bundin linsum í 12 ár var hægara sagt en gert að draga níðþungar lonníetturnar upp úr hulstrinu og burðast með þær allan liðlangan daginn. Dagarnir voru langir, nefpúðarnir voru harðir. Mér fannst vinnufélagar mínir pískra um gleraugun. Enginn hrinti mér reyndar (bannað að hrinda fólki með gleraugu) og fyrir það var ég þakklát. Eftir erfiða viku hrundi ég með gleraugun á undan mér inn til læknisins og fékk grænt ljós á að leggjast strax inn á þetta hátækniaugnsjúkrahús í þær tíu mínútur sem aðgerðin tekur. Þvílík blessun. Fyrst skapaði guð sjónskekkjuna. Svo skapaði hann leysigeislann. Amen.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Frá því að ég var píreygur 9 ára krakki hefur sjón minni farið hrakandi og ég sit nú uppi með nærsýni upp á þrjár kommur og sjónskekkju eins og söguhetjan í Dagbókum Berts. Um fimmtán ára aldurinn var stefnan tekin á glæstan feril á sviði nútímadanslistar og fengu gleraugun að víkja fyrir handhægum augnlinsum. Í dag er ég tuttugu og sjö ára og hef í tylft ára troðið linsum í augun á mér um leið og ég vakna. Ég hef reynt að kaupa mér fokdýr tískugleraugu þegar frænkur mínar segja æ, æ, þetta er ekki gott fyrir augun, en allt kemur fyrir ekki. Alltaf sogast þessar litlu sogskálar aftur utan um mínar ofkúptu augnkúlur. Tólf ár sem þræll og allt það, ég ákvað að freista gæfunnar og fara í rannsókn til þess að ganga úr skugga um hvort ég væri gjaldgengur kandídat í leiseraðgerð á augum. Ég pantaði tíma. Ekkert mál. Þú þarft að vera linsulaus í heila viku á undan, sagði símadaman hjá augnlækninum. Guð minn góður, svaraði ég. Eftir að hafa verið bundin linsum í 12 ár var hægara sagt en gert að draga níðþungar lonníetturnar upp úr hulstrinu og burðast með þær allan liðlangan daginn. Dagarnir voru langir, nefpúðarnir voru harðir. Mér fannst vinnufélagar mínir pískra um gleraugun. Enginn hrinti mér reyndar (bannað að hrinda fólki með gleraugu) og fyrir það var ég þakklát. Eftir erfiða viku hrundi ég með gleraugun á undan mér inn til læknisins og fékk grænt ljós á að leggjast strax inn á þetta hátækniaugnsjúkrahús í þær tíu mínútur sem aðgerðin tekur. Þvílík blessun. Fyrst skapaði guð sjónskekkjuna. Svo skapaði hann leysigeislann. Amen.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun