Um var að ræða fimmta þáttinn í sjöttu seríu Game of Thrones en þættirnir eru þeir vinsælustu í heiminum í dag.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskt band kemur fram í þáttunum en hljómsveitin Sigurrós kom einnig fram í fjórðu seríu.
Sveitin greindi sjálf frá því að hún yrði í þættinum í gær og deildi hún mynd þar sem sjá má meðlimi OMAM með leikkonunni Maisie Williams sem fer með hlutverk Arya í þáttunum. Hér að neðan má sjá atriðið þegar meðlimir Of Monsters and Men koma fyrir í þættinum frá því í nótt.