Aron Einar mun spila verkjaður á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2016 12:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun spila verkjaður á EM í Frakklandi í sumar. Aron Einar, sem leikur með Cardiff á Englandi, hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla síðustu vikurnar. „Ég er með beinflís á slæmum stað. Það verður smá sársauki en það mun ekki stoppa mig. Ég mun spila með sársauka en það er spurning hversu miklum,“ sagði fyrirliðinn við Vísi í dag. „Það er líka spurning hvort að flísin færist ekki bara á góðan stað fyrir okkur,“ bætti hann við í léttum dúr. Hann segist þó aldrei hafa óttast að hann myndi missa af EM í sumar. „Það var aldrei nein stórhætta. Núna byrja ég bara að æfa og fer rólega af stað. Ég verð hjá sjúkraþjálfara til að koma mér inn í hlutina og stefnan er að vera kominn á fullt í lok vikunnar.“ Alls níu leikmenn úr 23 manna leikmannahópi Íslands æfðu á Laugardalsvelli í dag og Aron Einar segir það góða tilfinningu að vera kominn loksins af stað. „Biðin hefur verið löng. Sérstaklega fyrir okkur sem kláruðu sín tímabil snemma. Ég veit að menn eru fullir tilhlökkunnar og geta hreinlega ekki beðið, rétt eins og þjóðin öll.“ Hann segir að leikmenn séu duglegir að tala saman. „Við gerum það nánast daglega. Við tölum um ýmislegt en fótboltinn er í aðalhlutverki,“ segir Aron Einar sem segir mikilvægt að undirbúningurinn fari vel af stað. „Ég hef ekki áhyggjur af stemningunni í hópnum. Hún verður alltaf góð. Meiðslin ráðum við ekki við og það mun alltaf fylgja en vonandi ekki of mikið.“ „En það er mikilvægt að undirbúningurinn byrji vel. Ef að það tekst hjá okkur þá hef ég ekki áhyggjur af sumrinu.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun spila verkjaður á EM í Frakklandi í sumar. Aron Einar, sem leikur með Cardiff á Englandi, hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla síðustu vikurnar. „Ég er með beinflís á slæmum stað. Það verður smá sársauki en það mun ekki stoppa mig. Ég mun spila með sársauka en það er spurning hversu miklum,“ sagði fyrirliðinn við Vísi í dag. „Það er líka spurning hvort að flísin færist ekki bara á góðan stað fyrir okkur,“ bætti hann við í léttum dúr. Hann segist þó aldrei hafa óttast að hann myndi missa af EM í sumar. „Það var aldrei nein stórhætta. Núna byrja ég bara að æfa og fer rólega af stað. Ég verð hjá sjúkraþjálfara til að koma mér inn í hlutina og stefnan er að vera kominn á fullt í lok vikunnar.“ Alls níu leikmenn úr 23 manna leikmannahópi Íslands æfðu á Laugardalsvelli í dag og Aron Einar segir það góða tilfinningu að vera kominn loksins af stað. „Biðin hefur verið löng. Sérstaklega fyrir okkur sem kláruðu sín tímabil snemma. Ég veit að menn eru fullir tilhlökkunnar og geta hreinlega ekki beðið, rétt eins og þjóðin öll.“ Hann segir að leikmenn séu duglegir að tala saman. „Við gerum það nánast daglega. Við tölum um ýmislegt en fótboltinn er í aðalhlutverki,“ segir Aron Einar sem segir mikilvægt að undirbúningurinn fari vel af stað. „Ég hef ekki áhyggjur af stemningunni í hópnum. Hún verður alltaf góð. Meiðslin ráðum við ekki við og það mun alltaf fylgja en vonandi ekki of mikið.“ „En það er mikilvægt að undirbúningurinn byrji vel. Ef að það tekst hjá okkur þá hef ég ekki áhyggjur af sumrinu.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira