Lið Elísabetar og Sifjar reynir að bjarga sér frá gjaldþroti með hópsöfnun Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 10:00 Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira