Nýtt lag frá Ólafi F: „Fortíð mín innan um skuggaverur stjórnmálanna í Ráðhúsinu, langt að baki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 12:56 Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sent frá sér nýtt lag. Það ber titilinn Gott og göfugt hjarta.Ólafur samdi lagið sjálfur sem og ljóðið en Guðlaug Dröf Ólafsdóttir syngur með honum. Útsetning, hljóðfæraleikur og hljóðritun var í höndum Vilhjálms Guðjónssonar og kvikmyndataka og klipping í umsjón Friðriks Grétarssonar.„Tilurð lagsins er sú, að ég settist við tölvuskjáinn snemma dags á útmánuðum og varð hugsað til þess, hve glaður yngsti sonur minn var oft í æsku og minntist þess, þegar hann sagði: „Pabbi, ég er með svo glatt hjarta.“ Nær samstundis kom laglínan, sem breyttist úr „Ég er með glatt hjarta“ í „Gott og göfugt hjarta“ til að stuðla mætti og höfuðstafa það sem á eftir kæmi,“ segir Ólafur„Endanleg gerð lags og ljóðs var komin 9. apríl sl. en lagið hefur dýpkað og orðið íburðarmeira frá þeim tíma fyrir tilstuðlan tónmeistara míns og útsetjara Vilhjálms Guðjónssonar, sem leikur á öll hljóðfæri í laginu. Söngkennari minn og söngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sá til þess, að söngur minn við lagið er býsna góður og hún hjálpar til í söngnum, bæði með röddun og samsöng, og gerir það geysivel, enda mikið lærð og frábær söngkona,“ bætir borgarstjórinn fyrrverandi við„Það var hugmynd Friðriks kvikmyndatökumanns að taka myndband með mér fyrir framan Ráðhúsið, því að honum fannst kjörið að láta texta lagsins þar sem segir „Gakktu veginn góða“ fylgja mynd af mér að ganga einmitt veginn út í birtuna frá Ráðhúsinu með allt sitt undirmál og óheilindi, eins og ég gerði líka á miðjum síðasta borgarstjórnarfundi mínum, 1. júní 2010, þegar ég gekk út í sólina og vorið og yfirgaf þá hraklegu samkundu sem borgarstjórn Reykjavíkur er orðin. Eins og myndbandið og mín fallegu lög og ljóð bera með sér er fortíð mín innan um skuggaverur stjórnmálanna í Ráðhúsinu, langt að baki!Já, ég geng fram veginn, mót birtu lífsins og stend „beinn í stafni, stælt uns birta dvín.”Ljóðið í heild fylgir hér að neðan:Gott og göfugt hjarta og gæfan við þér skín.Framtíð færðu bjartafriður berst til þín.Láttu af þér leiða ljúfan sannleikann.Engan átt að meiða ekki nokkurn mann.Gakktu veginn góðagæsku inn um dyr.Söngur hátt mun hljóðahátt sem aldrei fyrr.Í Kristíkærleiks nafni kemur ljós til þín.Stattu beinn í stafnistælt uns birta dvín. Tónlist Tengdar fréttir Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. 15. október 2015 08:00 Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sent frá sér nýtt lag. Það ber titilinn Gott og göfugt hjarta.Ólafur samdi lagið sjálfur sem og ljóðið en Guðlaug Dröf Ólafsdóttir syngur með honum. Útsetning, hljóðfæraleikur og hljóðritun var í höndum Vilhjálms Guðjónssonar og kvikmyndataka og klipping í umsjón Friðriks Grétarssonar.„Tilurð lagsins er sú, að ég settist við tölvuskjáinn snemma dags á útmánuðum og varð hugsað til þess, hve glaður yngsti sonur minn var oft í æsku og minntist þess, þegar hann sagði: „Pabbi, ég er með svo glatt hjarta.“ Nær samstundis kom laglínan, sem breyttist úr „Ég er með glatt hjarta“ í „Gott og göfugt hjarta“ til að stuðla mætti og höfuðstafa það sem á eftir kæmi,“ segir Ólafur„Endanleg gerð lags og ljóðs var komin 9. apríl sl. en lagið hefur dýpkað og orðið íburðarmeira frá þeim tíma fyrir tilstuðlan tónmeistara míns og útsetjara Vilhjálms Guðjónssonar, sem leikur á öll hljóðfæri í laginu. Söngkennari minn og söngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sá til þess, að söngur minn við lagið er býsna góður og hún hjálpar til í söngnum, bæði með röddun og samsöng, og gerir það geysivel, enda mikið lærð og frábær söngkona,“ bætir borgarstjórinn fyrrverandi við„Það var hugmynd Friðriks kvikmyndatökumanns að taka myndband með mér fyrir framan Ráðhúsið, því að honum fannst kjörið að láta texta lagsins þar sem segir „Gakktu veginn góða“ fylgja mynd af mér að ganga einmitt veginn út í birtuna frá Ráðhúsinu með allt sitt undirmál og óheilindi, eins og ég gerði líka á miðjum síðasta borgarstjórnarfundi mínum, 1. júní 2010, þegar ég gekk út í sólina og vorið og yfirgaf þá hraklegu samkundu sem borgarstjórn Reykjavíkur er orðin. Eins og myndbandið og mín fallegu lög og ljóð bera með sér er fortíð mín innan um skuggaverur stjórnmálanna í Ráðhúsinu, langt að baki!Já, ég geng fram veginn, mót birtu lífsins og stend „beinn í stafni, stælt uns birta dvín.”Ljóðið í heild fylgir hér að neðan:Gott og göfugt hjarta og gæfan við þér skín.Framtíð færðu bjartafriður berst til þín.Láttu af þér leiða ljúfan sannleikann.Engan átt að meiða ekki nokkurn mann.Gakktu veginn góðagæsku inn um dyr.Söngur hátt mun hljóðahátt sem aldrei fyrr.Í Kristíkærleiks nafni kemur ljós til þín.Stattu beinn í stafnistælt uns birta dvín.
Tónlist Tengdar fréttir Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. 15. október 2015 08:00 Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. 15. október 2015 08:00
Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56
Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35