Viðskipti erlent

Tekjur Spotify jukust verulega

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify hafa aukist um 80 prósent á milli ára og voru nú 2,2 milljarðar dala á síðasta ári. Það er um 275 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu skilaði fyrirtækið ekki hagnaði. Langstærstu hluti útgjalda þeirra fer í höfundarréttargreiðslur til listamanna.

Tap fyrirtækisins jókst um 7 prósent á milli ára og var um 25 milljarðar króna.

Áskriftir eru sem áður helsta tekjulind fyrirtækisins en auglýsingatekjur tvöfölduðust nærri því. Fyrirtækið rekur tapreksturinn til aukinna fjárfestinga á þróunarsviði, útvíkkun tónlistarveitunnar og auknum fjölda starfsfólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×