Viðskipti erlent

Auka plássið fyrir tístin

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Á næstu mánuðum verður notendum Twitter gefið meira pláss fyrir tístin sín. Hingað til hafa myndir, myndbönd og annars konar efni verið til frádráttar texta í tístum, sem eru að mestu 140 stafa löng. Nú verður hins vegar gerð breyting þar á.

Breytingin var tilkynnt nú í dag og er um að ræða lið í ætlunum fyrirtækisins um að auðvelda notkun og laða að nýja notendur. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Twitter átt í basli undanfarin ár vegna lítillar fjölgunar notenda.

Meðal annarra breytinga er að nöfn annarra notenda munu heldur ekki telja með í tístum og munu notendur geta endurtíst sínum eigin tístum til að vekja athygli á þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×