Sigurjón sigurvegari í fyrstu driftkeppni ársins Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 15:10 Einn keppenda á fullu skriði á laugardaginn. Laugardaginn 21. maí fór fram í rjómablíðu fyrsta umferð Íslandsmeistara móts í skriðakstri (drift). Mótið sem er á vegum Akstursíþróttasambands Íslands var haldið af Driftdeild Akstursíþróttafélagi Hafnafjarðar og voru 23 keppendur skráðir til leiks á rallýcrossbrautinni í Hafnarfirði. Aðeins einn forfallaðist og mættu því 22 keppendur til leiks, tilbúnir í að leggja allt í sölurnar til sigurs. Keppnin gekk frábærlega fyrir sig og var fyrst keyrð forkeppni þar sem hver ökumaður ekur þrjár umferðir í brautinni og er dæmdur eftir tveimur þeirra seinni og gildir sú betri af þeim til stiga. Mest var hægt að fá 100 stig fyrir fullkomna ferð. Dæma dómarar eftir línu bílsins í gegnum brautina, gráðu á beygju bílsins í brautinni og stíl ökumannins á meðan á akstri stendur. Eftir að úrslit forkeppninar voru ljós hófst útsláttarkeppni en þar aka keppendur tveir saman hvor á móti öðrum og hefur sá betur sem fær fleiri stig frá dómaratríóinu. Keppnin á laugardaginn var æsispennandi og ljóst að ekkert verður gefið eftir í sumar og baráttan um fyrsta sætið verður mikil. Í lok dags stóð Sigurjón Elí uppi sem sigurvegari en úrslit keppninar í heild sinni urðu þessi:SætiNafnStig1Sigurjón Elí Eiríksson1122Þórir Örn Eyjólfsson903Patrik Snær Bjarnason784Aron Jarl Hillers565-6Ármann Ingi Ingvason345-6Júlíus Brynjar Kjartansson347-8Árni Rúnar Kristjánsson337-8Konráð Karl Antonsson339-12Birgir Sigurðsson129-12Haukur Gíslason129-12Kristjón Sigurður Kristjónsson129-12Stefán Þór Gunnarsson1213-16Arnar Freyr1113-16Aron Steinn Guðmundsson1113-16Hlynur Skúli Skúlason1113-16Snæþór Ingi Jósepsson1117-22Andri Steinar Jónsson017-22Arnar Már Arnarsson017-22Helgi Hrafn Emilsson017-22Ívar Már Sigurpálsson017-22Jón Þór017-22Þórir Már Ingvason0 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent
Laugardaginn 21. maí fór fram í rjómablíðu fyrsta umferð Íslandsmeistara móts í skriðakstri (drift). Mótið sem er á vegum Akstursíþróttasambands Íslands var haldið af Driftdeild Akstursíþróttafélagi Hafnafjarðar og voru 23 keppendur skráðir til leiks á rallýcrossbrautinni í Hafnarfirði. Aðeins einn forfallaðist og mættu því 22 keppendur til leiks, tilbúnir í að leggja allt í sölurnar til sigurs. Keppnin gekk frábærlega fyrir sig og var fyrst keyrð forkeppni þar sem hver ökumaður ekur þrjár umferðir í brautinni og er dæmdur eftir tveimur þeirra seinni og gildir sú betri af þeim til stiga. Mest var hægt að fá 100 stig fyrir fullkomna ferð. Dæma dómarar eftir línu bílsins í gegnum brautina, gráðu á beygju bílsins í brautinni og stíl ökumannins á meðan á akstri stendur. Eftir að úrslit forkeppninar voru ljós hófst útsláttarkeppni en þar aka keppendur tveir saman hvor á móti öðrum og hefur sá betur sem fær fleiri stig frá dómaratríóinu. Keppnin á laugardaginn var æsispennandi og ljóst að ekkert verður gefið eftir í sumar og baráttan um fyrsta sætið verður mikil. Í lok dags stóð Sigurjón Elí uppi sem sigurvegari en úrslit keppninar í heild sinni urðu þessi:SætiNafnStig1Sigurjón Elí Eiríksson1122Þórir Örn Eyjólfsson903Patrik Snær Bjarnason784Aron Jarl Hillers565-6Ármann Ingi Ingvason345-6Júlíus Brynjar Kjartansson347-8Árni Rúnar Kristjánsson337-8Konráð Karl Antonsson339-12Birgir Sigurðsson129-12Haukur Gíslason129-12Kristjón Sigurður Kristjónsson129-12Stefán Þór Gunnarsson1213-16Arnar Freyr1113-16Aron Steinn Guðmundsson1113-16Hlynur Skúli Skúlason1113-16Snæþór Ingi Jósepsson1117-22Andri Steinar Jónsson017-22Arnar Már Arnarsson017-22Helgi Hrafn Emilsson017-22Ívar Már Sigurpálsson017-22Jón Þór017-22Þórir Már Ingvason0
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent