Heiðursgestir RIFF Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. maí 2016 11:00 Darren Aronofsky hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir myndir sínar, m.a. Óskarsverðlauna. Vísir/Getty Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður í ár haldin í þrettánda sinn og stendur frá 29. september til 9. október. Í þetta sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar tveir heimsþekktir en ólíkir leikstjórar, en það eru þeir Darren Aronofsky og Alejandro Jodorowsky. Þeir munu báðir taka á móti heiðursverðlaunum – Aronofsky fyrir framúrskarandi listfengi og Jodorowsky fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Valdar myndir eftir þá verða sýndar og þeir munu sitja fyrir svörum eftir sýningarnar. „Þeir verða með pallborðsumræður opnar fyrir almenning þar sem þeir svara spurningum um feril sinn og kvikmyndir, hugmyndirnar sínar og hugmyndirnar bak við myndirnar og allt það sem þeir hafa verið að gera. Við höfum verið með svona mastersklassa á RIFF undanfarin ár og þetta hefur verið tekið upp og streymt beint á YouTube þannig að það er hægt að horfa þó að maður komist ekki á staðinn. Þarna geta áhorfendur spurt spurninga og fengið svör við því sem brennur á þeim,“ segir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir hjá RIFF. Darren Aronofsky er bandarískur leikstjóri sem er þekktur fyrir óvenjulegar myndir sínar sem eru oft fullar af súrrealískum og sálfræðilegum hryllingi. Aronofsky er frekar ungur, en hann er aðeins 47 ára, sem telst unglingsaldur meðal leikstjóra og eru myndir hans að einhverju leyti mótaðar af því – en í þeim má finna áhrif frá tónlistarmyndböndum, nýaldartrúarbrögðum og vísindaskáldskap. Hans þekktasta mynd er líklega Black Swan en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn fyrir hana og hún einnig tilnefnd sem besta myndin. Kvikmyndin Noah, sem kom út árið 2014, var að einhverju leyti tekin upp hér á landi og skartaði m.a. Russel Crowe og Anthony Hopkins.Alejandro Jodorowsky er þekktur fyrir framúrstefnulegar költ- og neðanjarðarmyndir.Vísir/GettyAlejandro Jodorowsky er chileskur leikstjóri, en hann mætti með réttu kalla fjöllistamann því að auk þess að vera þekktur sem leikstjóri hefur hann einnig skrifað kvikmynda- og leikritahandrit, hann er leikari og leikur oft aðalhlutverk í myndum sínum, hann er rithöfundur, tónlistarmaður, hefur samið myndasögubækur og hefur af sumum einnig verið kallaður andlegur leiðtogi eða gúrú. Myndir hans eru mjög óvenjulegar og framúrstefnulegar og hafa af þeim sökum mikið költfylgi, sérstaklega þá myndirnar The Holy Mountain og El Topo. Myndirnar eru stútfullar af trúarlegum táknum og undarlegum persónum í súrrealískum aðstæðum og oft eru í myndunum leikarar með líkamlegar og andlegar fatlanir. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður í ár haldin í þrettánda sinn og stendur frá 29. september til 9. október. Í þetta sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar tveir heimsþekktir en ólíkir leikstjórar, en það eru þeir Darren Aronofsky og Alejandro Jodorowsky. Þeir munu báðir taka á móti heiðursverðlaunum – Aronofsky fyrir framúrskarandi listfengi og Jodorowsky fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Valdar myndir eftir þá verða sýndar og þeir munu sitja fyrir svörum eftir sýningarnar. „Þeir verða með pallborðsumræður opnar fyrir almenning þar sem þeir svara spurningum um feril sinn og kvikmyndir, hugmyndirnar sínar og hugmyndirnar bak við myndirnar og allt það sem þeir hafa verið að gera. Við höfum verið með svona mastersklassa á RIFF undanfarin ár og þetta hefur verið tekið upp og streymt beint á YouTube þannig að það er hægt að horfa þó að maður komist ekki á staðinn. Þarna geta áhorfendur spurt spurninga og fengið svör við því sem brennur á þeim,“ segir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir hjá RIFF. Darren Aronofsky er bandarískur leikstjóri sem er þekktur fyrir óvenjulegar myndir sínar sem eru oft fullar af súrrealískum og sálfræðilegum hryllingi. Aronofsky er frekar ungur, en hann er aðeins 47 ára, sem telst unglingsaldur meðal leikstjóra og eru myndir hans að einhverju leyti mótaðar af því – en í þeim má finna áhrif frá tónlistarmyndböndum, nýaldartrúarbrögðum og vísindaskáldskap. Hans þekktasta mynd er líklega Black Swan en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn fyrir hana og hún einnig tilnefnd sem besta myndin. Kvikmyndin Noah, sem kom út árið 2014, var að einhverju leyti tekin upp hér á landi og skartaði m.a. Russel Crowe og Anthony Hopkins.Alejandro Jodorowsky er þekktur fyrir framúrstefnulegar költ- og neðanjarðarmyndir.Vísir/GettyAlejandro Jodorowsky er chileskur leikstjóri, en hann mætti með réttu kalla fjöllistamann því að auk þess að vera þekktur sem leikstjóri hefur hann einnig skrifað kvikmynda- og leikritahandrit, hann er leikari og leikur oft aðalhlutverk í myndum sínum, hann er rithöfundur, tónlistarmaður, hefur samið myndasögubækur og hefur af sumum einnig verið kallaður andlegur leiðtogi eða gúrú. Myndir hans eru mjög óvenjulegar og framúrstefnulegar og hafa af þeim sökum mikið költfylgi, sérstaklega þá myndirnar The Holy Mountain og El Topo. Myndirnar eru stútfullar af trúarlegum táknum og undarlegum persónum í súrrealískum aðstæðum og oft eru í myndunum leikarar með líkamlegar og andlegar fatlanir.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein