Davíð fékk brandarann lánaðan hjá bandarískri þingkonu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2016 10:18 Brandari Margaret Chase Smith fór í sögubækurnar og var áhugaverð opnun Davíðs í kappræðunum í gær. Vísir/Stefán/Getty „Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36
Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“