Hannaði fatalínu sem á að gagnast flóttafólki Ritstjórn skrifar 27. maí 2016 18:00 Flíkunum er hægt að breyta í tjald en hugmyndin er ætluð flóttafólki. Mynd/Getty Fatahönnunarneminn Angela Luna fór heldur óvenjulegar leiðir þegar hún hugsaði útskriftarverkefnið sitt úr Parsons, einum virtasta tískuháskóla heims. Þegar hún kynnti línuna sagði hún að í fyrra hafi hún fylgst grannt með flóttamannavandanum sem herjaði í Sýrlandi og Evrópu og þá hafi henni mest langað til þess að skipta um námsferil og fara í stjórnmálafræði. Sem betur fer gerði hún það ekki og ákvað í staðin að nota það sem hún hafði á milli handanna til þess að reyna að hjálpa til. Hún væri hrifin af hugmyndinni að hanna fatnað sem að leysa vandamál í staðin fyrir að vera bara falleg. Í lokin hafði hún skapað fatalínu þar sem fallegur og praktískur fatnaður fyrirflóttamenn gat einnig orðið tjöld í góðri stærð til þess að sofa í. Angela hlaut Womenswear Designer of the Year verðlaunin í skólanum og hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. Ef að fötin munu einhverntíman komast í almenna sölu munu þau eflaust gagnast mörgum en þetta er einnig mikilvægt skref og umræða um stöðu flóttafólks um allan heim. A photo posted by Yvonne@ NY 10 (@yvonneny10) on May 23, 2016 at 11:41am PDT Mest lesið Allt er vænt sem vel er grænt Glamour 7 ára með hálfa milljón fylgjenda á Instagram Glamour Eftirminnilegustu Golden Globe kjólarnir Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour Ein af topp 30 fyrirsætum 21 aldarinnar Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour Kjólaveisla á Met Gala Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour
Fatahönnunarneminn Angela Luna fór heldur óvenjulegar leiðir þegar hún hugsaði útskriftarverkefnið sitt úr Parsons, einum virtasta tískuháskóla heims. Þegar hún kynnti línuna sagði hún að í fyrra hafi hún fylgst grannt með flóttamannavandanum sem herjaði í Sýrlandi og Evrópu og þá hafi henni mest langað til þess að skipta um námsferil og fara í stjórnmálafræði. Sem betur fer gerði hún það ekki og ákvað í staðin að nota það sem hún hafði á milli handanna til þess að reyna að hjálpa til. Hún væri hrifin af hugmyndinni að hanna fatnað sem að leysa vandamál í staðin fyrir að vera bara falleg. Í lokin hafði hún skapað fatalínu þar sem fallegur og praktískur fatnaður fyrirflóttamenn gat einnig orðið tjöld í góðri stærð til þess að sofa í. Angela hlaut Womenswear Designer of the Year verðlaunin í skólanum og hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. Ef að fötin munu einhverntíman komast í almenna sölu munu þau eflaust gagnast mörgum en þetta er einnig mikilvægt skref og umræða um stöðu flóttafólks um allan heim. A photo posted by Yvonne@ NY 10 (@yvonneny10) on May 23, 2016 at 11:41am PDT
Mest lesið Allt er vænt sem vel er grænt Glamour 7 ára með hálfa milljón fylgjenda á Instagram Glamour Eftirminnilegustu Golden Globe kjólarnir Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour Ein af topp 30 fyrirsætum 21 aldarinnar Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour Kjólaveisla á Met Gala Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour