Fótbolti

Alfreð gestur á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð fagnar marki sínu gegn Arsenal.
Alfreð fagnar marki sínu gegn Arsenal. Vísir/Getty
Það verður vegleg útsending frá úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld á Stöð 2 Sport.

Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður og leikmaður Augsburg í Þýskalandi, verður annar sérfræðinga í upphitun fyrir leik og Meistaradeildarmörkunum að þættinum loknum.

Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður, atvinnumaður og núvernandi spilandi aðstoðarþjálfari HK, verður einnig í myndveri en hann hefur verið í því hlutverki í útsendingum Stöðvar 2 Sports frá Meistaradeildinni í vetur.

Alfreð var á mála hjá Olympiakos í Grikklandi á fyrri hluta tímabilsins og spilaði hann þá í Meistaradeild Evrópu með liðinu. Meðal annars skoraði hann frægt sigurmark Grikkjanna í 3-2 sigri á Arsenal í Lundúnum.

Hörður Magnússon mun stýra Meistaradeildarmörkunum en úrslitaleiknum sjálfum verður svo lýst af Guðmundi Benediktssyni.

Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn sjálfur klukkan 18.45.

Sjáðu mark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×