Fín veiði í frábæru veðri á fyrstu vakt í Laxá í Mý Karl Lúðvíksson skrifar 29. maí 2016 10:20 Kátir veiðimenn við bakka Laxár í morgun Mynd: BJ Veiði hófst í Laxá í Mývatnssveit í morgun í gullfallegu veiðiveðri og það er ekki annað að heyra en veiðimenn séu sáttir. Ef veðurskilyrðin eru góð og veiðin ofan í það líka eru veiðimenn kátir það er nokkuð ljóst og það eru kátir veiðimenn sem hafa látið heyra í sér í morgun ofan úr Laxá í Mývatnssveit en veiðin þar í morgun hefur verið með ágætum. Það er alltaf mikil spenna fyrir þessari opnun og ekki var það öðruvísi núna þar sem veiðimenn og aðrir hafa haft áhyggjur af Laxá sökum þörungablómans í vatninu sem litar líka ánna og oft þannig að þurrfluguveiði verður gagnslaus. Einhver litur var á ánni í morgun en ekki þannig að það gerði veiðin erfiða. Fiskurinn í ánni kemur vel undan vetri og er greinilega búinn að vera í mjög góðu æti síðustu daga eftir að það hlýnaði. Við bíðum frétta úr Laxárdal en veiðimenn vona að veiðin þar verði betri en hún var í fyrra. Það skal þó segja að þrátt fyrir minni afla var meðalþyngdin úr dalnum mjög góð í fyrra, líklega ein sú besta sem mælst hefur. Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Veiði hófst í Laxá í Mývatnssveit í morgun í gullfallegu veiðiveðri og það er ekki annað að heyra en veiðimenn séu sáttir. Ef veðurskilyrðin eru góð og veiðin ofan í það líka eru veiðimenn kátir það er nokkuð ljóst og það eru kátir veiðimenn sem hafa látið heyra í sér í morgun ofan úr Laxá í Mývatnssveit en veiðin þar í morgun hefur verið með ágætum. Það er alltaf mikil spenna fyrir þessari opnun og ekki var það öðruvísi núna þar sem veiðimenn og aðrir hafa haft áhyggjur af Laxá sökum þörungablómans í vatninu sem litar líka ánna og oft þannig að þurrfluguveiði verður gagnslaus. Einhver litur var á ánni í morgun en ekki þannig að það gerði veiðin erfiða. Fiskurinn í ánni kemur vel undan vetri og er greinilega búinn að vera í mjög góðu æti síðustu daga eftir að það hlýnaði. Við bíðum frétta úr Laxárdal en veiðimenn vona að veiðin þar verði betri en hún var í fyrra. Það skal þó segja að þrátt fyrir minni afla var meðalþyngdin úr dalnum mjög góð í fyrra, líklega ein sú besta sem mælst hefur.
Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði