Viðskipti erlent

Biðjast afsökunar á umdeildri auglýsingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Kínverskt fyrirtæki sem framleiðir þvottaefni hefur beðist afsökunar á umdeildri auglýsingu fyrirtækisins Shanghai Leishang Cosmetics Ltd Co. Í auglýsingunni er þeldökkum manni troðið ofan í þvottavél og ljós Kínverji kemur upp úr henni. Áður en fyrirtækið baðst afsökunar á auglýsingunni, kvartaði forstjóri þess yfir viðkvæmni fólks.

Nú hefur fyrirtækið hins vegar beðist afsökunar og í leiðinni kennt vestrænum fjölmiðlum um að blása málið upp. Auglýsingin hafði verið í birtingu frá því í mars, en því var hætt í vikunni.

„Við biðjumst afsökunar á því að hafa sært fólk af afrískum uppruna vegna útbreiðslu auglýsingarinnar og hamagangi fjölmiðla. Við biðjum almenning og fjölmiðla um að lesa ekki of mikið í auglýsinguna.“

Fyrirtækið segist hafa fjarlægt alla tengla sem tengjast auglýsingunni og biður fjölmiðla og fólk um að hætta að dreifa henni á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×