Marko: Þetta voru mannleg mistök Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. maí 2016 14:45 Þrír fyrstu menn dagsins. Brosið hvarf af vörum hins síbrosandi Daniel Ricciardo. Vísir/Getty Lewis Hamilton ók vel í dag. Hann ræsti þriðji og endaði á að vinna keppnina. Mannleg mistök hjá Red Bull kostuðu Daniel Ricciardo keppnina. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það var ótrúlega gaman að þetta fór svona. Ég var búinn að biðja fyrir þessu og þetta gerðist. Skilaboð dagsins eru að gefast aldrei upp. Ég vil óska Sergio [Perez] og Daniel [Ricciardo] til hamingju með frábæran akstur um helgina. Þeir mega vera stoltir,“ sagði hæstánægður Hamilton á verðlaunapallinum. „Við hefðum ekki átt að hleypa svona mikilli spennu í þetta. Þetta eru tvær keppnir í röð sem þjónustuhléin bregðast. Ég hef enga útskýringu á því hvers vegna dekkin voru ekki komin í pit-boxið. Ég var kallaður inn, þetta var ekki mín ákvörðun svo liðið hefði átt að vera tilbúið“ sagði niðurlútur Ricciardo á verðlaunapallinum. „Það er frábært að ná verðlaunapalli í Mónakó í þessum aðstæðum. Ég vil tileinka Vijay Mallya þessi verðlaun. Hann er búinn að sína ótrúlegan styrk og stuðning þrátt fyrir allt sem hann er að ganga í gegnum,“ sagði Sergio Perez á verðlaunapallinum. Hann vísaði til þeirra lögfræðilegu vandræða sem Mallya hefur verið að glíma við undanfarið. „Þetta voru mannleg mistök. Við munum rannsaka ástæður þeirra í þaula. Eina sem ég get gert núna er að biðja Daniel [Ricciardo] afsökunar,“ sagði Dr. Helmut Marko yfirmaður ökumannsmála hjá Red Bull um þjónustuhléið sem kostaði Ricciardo sigur í keppninni.Perez ók vel í dag.Vísir/Getty„Við settum upp áhættusama keppnisáætlun fyrir Lewis sem skilaði árangri. Báðir bílar voru að glíma við vandræði. Okkur tókst ekki að hita upp dekkin og Nico virðist hafa fundið meira fyrir því en Lewis,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég er hissa á þessari hegðun bílsins. Við vorum að glíma við umferð og vandræði í þjónustuhléum. Ég var langt frá því að halda uppi sama hraða og Lewis og því var ákvörðunin einföld á þessu augnabliki. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur ef annar er hægari þá hleypir hann hinum fram úr,“ sagði Nico Rosberg sem var vonsvikinn með dagsverkið. „Við höfðum í alvörunni trú á því að við værum í góðum málum hér um helgina. Við hefðum meira að segja átt að geta betur með Nico [Hulkenberg]. Ég hef trú á að við höldum í Sergio [Perez] eftir tímabilið,“ sagði Bob Fernley, keppnisstjóri Force India. „Það er alltaf gott að ná góðri keppni. Þessi var skemmtileg. Við fáum aukið sjálfstraust eftir svona árangur og við höfum trú á að við séum á réttri leið, en þessi braut er auðvitað einstök svo það er ekki hægt að lesa of mikið í þessa niðurstöðu,“ sagði Fernando Alonso sem varð fimmti í dag á McLaren bílnum. Formúla Tengdar fréttir Hamilton vann í Mónakó eftir ótrúlegt klúður Red Bull Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar eftir ótrúlegt klúður Red Bull liðsins. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 29. maí 2016 14:00 Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. maí 2016 18:45 Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton ók vel í dag. Hann ræsti þriðji og endaði á að vinna keppnina. Mannleg mistök hjá Red Bull kostuðu Daniel Ricciardo keppnina. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það var ótrúlega gaman að þetta fór svona. Ég var búinn að biðja fyrir þessu og þetta gerðist. Skilaboð dagsins eru að gefast aldrei upp. Ég vil óska Sergio [Perez] og Daniel [Ricciardo] til hamingju með frábæran akstur um helgina. Þeir mega vera stoltir,“ sagði hæstánægður Hamilton á verðlaunapallinum. „Við hefðum ekki átt að hleypa svona mikilli spennu í þetta. Þetta eru tvær keppnir í röð sem þjónustuhléin bregðast. Ég hef enga útskýringu á því hvers vegna dekkin voru ekki komin í pit-boxið. Ég var kallaður inn, þetta var ekki mín ákvörðun svo liðið hefði átt að vera tilbúið“ sagði niðurlútur Ricciardo á verðlaunapallinum. „Það er frábært að ná verðlaunapalli í Mónakó í þessum aðstæðum. Ég vil tileinka Vijay Mallya þessi verðlaun. Hann er búinn að sína ótrúlegan styrk og stuðning þrátt fyrir allt sem hann er að ganga í gegnum,“ sagði Sergio Perez á verðlaunapallinum. Hann vísaði til þeirra lögfræðilegu vandræða sem Mallya hefur verið að glíma við undanfarið. „Þetta voru mannleg mistök. Við munum rannsaka ástæður þeirra í þaula. Eina sem ég get gert núna er að biðja Daniel [Ricciardo] afsökunar,“ sagði Dr. Helmut Marko yfirmaður ökumannsmála hjá Red Bull um þjónustuhléið sem kostaði Ricciardo sigur í keppninni.Perez ók vel í dag.Vísir/Getty„Við settum upp áhættusama keppnisáætlun fyrir Lewis sem skilaði árangri. Báðir bílar voru að glíma við vandræði. Okkur tókst ekki að hita upp dekkin og Nico virðist hafa fundið meira fyrir því en Lewis,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég er hissa á þessari hegðun bílsins. Við vorum að glíma við umferð og vandræði í þjónustuhléum. Ég var langt frá því að halda uppi sama hraða og Lewis og því var ákvörðunin einföld á þessu augnabliki. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur ef annar er hægari þá hleypir hann hinum fram úr,“ sagði Nico Rosberg sem var vonsvikinn með dagsverkið. „Við höfðum í alvörunni trú á því að við værum í góðum málum hér um helgina. Við hefðum meira að segja átt að geta betur með Nico [Hulkenberg]. Ég hef trú á að við höldum í Sergio [Perez] eftir tímabilið,“ sagði Bob Fernley, keppnisstjóri Force India. „Það er alltaf gott að ná góðri keppni. Þessi var skemmtileg. Við fáum aukið sjálfstraust eftir svona árangur og við höfum trú á að við séum á réttri leið, en þessi braut er auðvitað einstök svo það er ekki hægt að lesa of mikið í þessa niðurstöðu,“ sagði Fernando Alonso sem varð fimmti í dag á McLaren bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton vann í Mónakó eftir ótrúlegt klúður Red Bull Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar eftir ótrúlegt klúður Red Bull liðsins. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 29. maí 2016 14:00 Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. maí 2016 18:45 Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton vann í Mónakó eftir ótrúlegt klúður Red Bull Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar eftir ótrúlegt klúður Red Bull liðsins. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 29. maí 2016 14:00
Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. maí 2016 18:45
Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53
Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26