Vök og Seven Lions saman í eina sæng Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. maí 2016 10:00 Seven Lions fann hljómsveitina í gegnum plötufyrirtæki sitt en hljómsveitin Vök hefur verið starfandi frá árinu 2013 og á rætur að rekja til Músíktilrauna líkt og svo margar íslenskar hljómsveitir. Vísir/Rogier Boogaard Í síðustu viku kom út myndband við lagið Creation með Seven Lions ásamt íslensku hljómsveitinni Vök. Seven Lions er amerískur raftónlistarmaður og plötusnúður sem hefur spilað á mörgum helstu raftónlistarhátíðum Bandaríkjanna auk þess að hafa unnið með og endurhljóðblandað lög með nokkrum fjölda þekktra tónlistarmanna, eins og Florence and the Machine og Röyksopp. Vök er eitt heitasta bandið á landinu um þessar mundir og hefur verið að spila hér og þar um heiminn. „Hann finnur okkur í gegnum plötufyrirtækið sitt og biður okkur um að senda sér demó af þessu lagi. Við sömdum demó og sendum honum og hann valdi það úr nokkrum. Hann fílaði okkar best,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona Vakar, spurð að því hvernig þetta samstarf hafi komið til. Myndbandið við lagið var framleitt af Tjarnargötunni og leikstýrt af Adda Atlondres og Frey Árnasyni. Díana Rut Kristinsdóttir leikur síðan í því.En hvað er svo fram undan hjá Vök? „Við erum að vinna að nýrri plötu sem ætti að koma út snemma á næsta ári, bara í janúar. Við erum að fara tvisvar til útlanda í sumar. Við vorum á mánaðar ferðalagi í febrúar og mars, fórum til tíu eða ellefu landa í Evrópu og það var rosa gaman.“ Tónlist Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í síðustu viku kom út myndband við lagið Creation með Seven Lions ásamt íslensku hljómsveitinni Vök. Seven Lions er amerískur raftónlistarmaður og plötusnúður sem hefur spilað á mörgum helstu raftónlistarhátíðum Bandaríkjanna auk þess að hafa unnið með og endurhljóðblandað lög með nokkrum fjölda þekktra tónlistarmanna, eins og Florence and the Machine og Röyksopp. Vök er eitt heitasta bandið á landinu um þessar mundir og hefur verið að spila hér og þar um heiminn. „Hann finnur okkur í gegnum plötufyrirtækið sitt og biður okkur um að senda sér demó af þessu lagi. Við sömdum demó og sendum honum og hann valdi það úr nokkrum. Hann fílaði okkar best,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona Vakar, spurð að því hvernig þetta samstarf hafi komið til. Myndbandið við lagið var framleitt af Tjarnargötunni og leikstýrt af Adda Atlondres og Frey Árnasyni. Díana Rut Kristinsdóttir leikur síðan í því.En hvað er svo fram undan hjá Vök? „Við erum að vinna að nýrri plötu sem ætti að koma út snemma á næsta ári, bara í janúar. Við erum að fara tvisvar til útlanda í sumar. Við vorum á mánaðar ferðalagi í febrúar og mars, fórum til tíu eða ellefu landa í Evrópu og það var rosa gaman.“
Tónlist Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning