Íslenskir Twitter-notendur eru afar virkir á Twitter undir merkinu #12stig og sitt sýnist hverjum um lögin átján sem kepptu í kvöld. Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins, er einn þeirra.
Spennandi verður að sjá hvort íslenska lagið komist í úrslit sem fram fara á laugardagskvöldið. Jónas virðist ekki sérstaklega bjartsýnn að loknum flutningi Gretu Salóme, Bubbi Morthens tók undir með Jónasi.
Frekari viðbrögð Íslendinga á Twitter má lesa hér.
Íslenska lagið er ekkert verra en annað, en Gréta hefur ekki nógu öfluga rödd #12stig
— Jónas Sen (@jonas_sen) May 10, 2016
Íslenska lagið komst því miður ekki áfram og kom það Jónasi ekki í opna skjöldu.
Kemur ekki á óvart #12stig
— Jónas Sen (@jonas_sen) May 10, 2016