Margverðlaunaður karlakór býður til fjörlegra tónleika Magnús Guðmundsson skrifar 11. maí 2016 12:00 Svissneski karlakórinn Männerstimmen Basel syngur í Akureyrarkirkju í kvöld. Svissneski karlakórinn Männerstimmen Basel verður með tónleika í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20 og er aðgangur að tónleikunum ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum að tónleikum loknum. Männerstimmen Basel er allsérstæður karlakór sem notið hefur mikillar velgengni á síðustu árum. Eitt af því sem einkennir kórinn er klæðaburðurinn sem samanstendur af hnébuxum, axlaböndum, skyrtu og flauelsjakka sem er í senn skemmtilega gamaldags og í sterkri mótsögn við afar nútímalega og lifandi tónleikaframkomu enda hafa þeir unnið til verðlauna víða um heim. Meðlimir kórsins eru á aldrinum 18-32 ára og þeir hafa heillað tónleikagesti bæði í heimalandi sínu og víðar með flutningi sínum. Þessi orkumikli kór sameinar ástríðu og afslappað andrúmsloft, bæði á sviði og utan þess. Samvera og góðar hlátursrokur eru eins mikilvægar og æfingar og tónleikar. Þar sem kórinn er á styrktarsamningi við bruggverksmiðju í Basel er alltaf gullinn mjöður á boðstólum á æfingum hjá þeim þar sem sungið er af hjartans lyst og mikilli innlifun. En á tónleikum eru allir á tánum og fylgja stjórnanda sínum, Oliver Rudin, og aðstoðarstjórnanda, David Rossel. Kórinn flytur afar fjölbreytta efnisskrá með kirkjulegri og veraldlegri tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar en á hverju ári pantar kórinn nýtt tónverk frá þekktum tónskáldum. Männerstimmen Basel hefur tvisvar unnið Gullverðlaun á World Choir Games í Riga, verið valinn besti kór Sviss og besti karlakórinn á Montreux Choral Festival. Auk þess hafa þeir drengirnir fengið Fleischmann International Trophy á Írlandi 2011 fyrir besta flutninginn á samtímatónlist. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Svissneski karlakórinn Männerstimmen Basel verður með tónleika í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20 og er aðgangur að tónleikunum ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum að tónleikum loknum. Männerstimmen Basel er allsérstæður karlakór sem notið hefur mikillar velgengni á síðustu árum. Eitt af því sem einkennir kórinn er klæðaburðurinn sem samanstendur af hnébuxum, axlaböndum, skyrtu og flauelsjakka sem er í senn skemmtilega gamaldags og í sterkri mótsögn við afar nútímalega og lifandi tónleikaframkomu enda hafa þeir unnið til verðlauna víða um heim. Meðlimir kórsins eru á aldrinum 18-32 ára og þeir hafa heillað tónleikagesti bæði í heimalandi sínu og víðar með flutningi sínum. Þessi orkumikli kór sameinar ástríðu og afslappað andrúmsloft, bæði á sviði og utan þess. Samvera og góðar hlátursrokur eru eins mikilvægar og æfingar og tónleikar. Þar sem kórinn er á styrktarsamningi við bruggverksmiðju í Basel er alltaf gullinn mjöður á boðstólum á æfingum hjá þeim þar sem sungið er af hjartans lyst og mikilli innlifun. En á tónleikum eru allir á tánum og fylgja stjórnanda sínum, Oliver Rudin, og aðstoðarstjórnanda, David Rossel. Kórinn flytur afar fjölbreytta efnisskrá með kirkjulegri og veraldlegri tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar en á hverju ári pantar kórinn nýtt tónverk frá þekktum tónskáldum. Männerstimmen Basel hefur tvisvar unnið Gullverðlaun á World Choir Games í Riga, verið valinn besti kór Sviss og besti karlakórinn á Montreux Choral Festival. Auk þess hafa þeir drengirnir fengið Fleischmann International Trophy á Írlandi 2011 fyrir besta flutninginn á samtímatónlist.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira