Audi mokar út jeppum og jepplingum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2016 16:00 Önnur kynslóð Audi Q7 jeppans selst eins og heitar lummur. Það gengur vel hjá þýska bílaframleiðandanum Audi um þessar mundir og er það ekki síst að þakka mikilli sölu á vinsælum jeppum og jepplingum fyrirtækisins. Í nýliðnum apríl jók Audi við sölu sína um 7,5% frá síðasta ári en sala jeppa og jepplinga jókst um 17%. Heildarsalan í apríl var 164.350 og þar af voru 52.150 jeppar og jepplingar. Sala nýs Audi Q7 jeppa jókst í apríl um 68% og alls seldust 8.400 slíkir á þessum eina mánuði. Einnig gekk mjög vel að selja nýja kynslóð A4 fólksbílsins og jókst sala hans um 35% og seldust 32.100 slíkir í apríl. Í Evrópu gekk vel hjá Audi í mánuðinum og jókst salan um 9% og heildarsalan 78.250 bílar, eða 48% heimssölunnar. Í heimalandinu Þýskalandi varð 12% söluaukning. Salan í Bandaríkjunum jókst um 6% og salan í Kína jókst um 9% og á þeim mikilvæga markaði seldust 49.576 bílar í apríl. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent
Það gengur vel hjá þýska bílaframleiðandanum Audi um þessar mundir og er það ekki síst að þakka mikilli sölu á vinsælum jeppum og jepplingum fyrirtækisins. Í nýliðnum apríl jók Audi við sölu sína um 7,5% frá síðasta ári en sala jeppa og jepplinga jókst um 17%. Heildarsalan í apríl var 164.350 og þar af voru 52.150 jeppar og jepplingar. Sala nýs Audi Q7 jeppa jókst í apríl um 68% og alls seldust 8.400 slíkir á þessum eina mánuði. Einnig gekk mjög vel að selja nýja kynslóð A4 fólksbílsins og jókst sala hans um 35% og seldust 32.100 slíkir í apríl. Í Evrópu gekk vel hjá Audi í mánuðinum og jókst salan um 9% og heildarsalan 78.250 bílar, eða 48% heimssölunnar. Í heimalandinu Þýskalandi varð 12% söluaukning. Salan í Bandaríkjunum jókst um 6% og salan í Kína jókst um 9% og á þeim mikilvæga markaði seldust 49.576 bílar í apríl.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent