Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2016 14:03 Woody Allen ásamt leikurum Café Society, Corey Stall, Blake Lively, Kristen Stewart, Jesse Eisenberg og formanni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Pierre Lescure Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn Woody Allen stendur í ströngu eftir að myndin hans Café Society var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi, í gær. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar var Allen kynntur til sögunnar af Laurent Lafitte, viðburðastjóri hátíðarinnar, sem kom áhorfendum í opna skjöldu hann sagði: „Það er mjög gott að þú hafir gert svo margar kvikmyndir í Evrópu, jafnvel þó þú hafir ekki verið dæmdur fyrir nauðgun í Bandaríkjunum.“ Tóku margir þessu sem skoti á Woody Allen sem og leikstjórann Roman Polanski. Eftir að myndin var frumsýnd á Cannes birti sonur Allens, Ronan Farrow, grein í The Hollywood Reporter þar sem hann úthúðar þeim leikurum sem vinna en með Allen þrátt fyrir að dóttir hans, Dylan Farrow, hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. Woody Allen.Vísir/Getty Ronan Farrow gagnrýndi einnig fjölmiðla harðlega fyrir þeirra þögn og hvatti þá til að spyrja leikstjórann út í þessari ásakanir. Segist hafa sagt allt sem hann hefur um málið að segja Greint er frá því á vef Vulture að blaðamenn hafi verið fremur aðgangsharðir í garð Woody Allen í hádegisverðarboði þar sem leikstjórinn hitti fjölmiðlamenn. Blaðamaður Vulture segist hafa setið við hlið blaðamanna Variety og Vanity Fair. Þegar Allen fékk sér sæti við hlið þeirra leið ekki á löngu þar til samtalið snerist um þessar ásakanir. „Ég sagði allt sem ég hef um málið að segja í New York Times. Ég veit ekki hvort þú last það. Þetta mál tilheyrir fortíðinni í mínum huga. Ég hugsa aldrei um það. Ég sagðist aldrei ætla að tjá mig um það aftur því ég gæti haldið endalaust áfram,“ svaraði Allen þegar hann var spurður hvort hann hefði lesið grein sonar síns. Segist ekki lesa það sem er skrifað um sig „Ég les aldrei neitt sem er skrifað um mig, eða gagnrýni um mínar myndir. Ég tók þá ákvörðun fyrir 35 árum að lesa aldrei gagnrýni um mínar myndir, ekki viðtöl við mig eða neitt. Annars á maður það á hættu að verða heltekinn af því sem aðrir hafa um þig að segja. Ég hef náð að halda mér mjög virkum í gegnum árin með því að hugsa ekki um sjálfan mig,“ svaraði Allen. Þegar honum var bent á að þetta væri grein eftir son hans en ekki einhvern gagnrýnanda svaraði Allen: „Ég hef sagt allt sem ég þarf að segja.“ Vill að grínistar hafi frelsi Spurður út í brandarann sem var sagður á opnunarkvöldinu í gær svaraði hann: „Ég er hlynntur því að grínistar segi þá brandara sem þeir vilja segja. Ég er mótfallinn því að ritskoða brandara. Ég er sjálfur grínisti, og mér finnst að þeir eigi að geta haft það frelsi sem þeir þurfa til að segja brandara þegar þeir vilja,“ svaraði Allen. Hann sagðist ekki hafa tekið brandarann nærri sér. „Ég móðgast aldrei. Það þarf mikið til að móðga mig.“ Mál Woody Allen Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen stendur í ströngu eftir að myndin hans Café Society var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi, í gær. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar var Allen kynntur til sögunnar af Laurent Lafitte, viðburðastjóri hátíðarinnar, sem kom áhorfendum í opna skjöldu hann sagði: „Það er mjög gott að þú hafir gert svo margar kvikmyndir í Evrópu, jafnvel þó þú hafir ekki verið dæmdur fyrir nauðgun í Bandaríkjunum.“ Tóku margir þessu sem skoti á Woody Allen sem og leikstjórann Roman Polanski. Eftir að myndin var frumsýnd á Cannes birti sonur Allens, Ronan Farrow, grein í The Hollywood Reporter þar sem hann úthúðar þeim leikurum sem vinna en með Allen þrátt fyrir að dóttir hans, Dylan Farrow, hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. Woody Allen.Vísir/Getty Ronan Farrow gagnrýndi einnig fjölmiðla harðlega fyrir þeirra þögn og hvatti þá til að spyrja leikstjórann út í þessari ásakanir. Segist hafa sagt allt sem hann hefur um málið að segja Greint er frá því á vef Vulture að blaðamenn hafi verið fremur aðgangsharðir í garð Woody Allen í hádegisverðarboði þar sem leikstjórinn hitti fjölmiðlamenn. Blaðamaður Vulture segist hafa setið við hlið blaðamanna Variety og Vanity Fair. Þegar Allen fékk sér sæti við hlið þeirra leið ekki á löngu þar til samtalið snerist um þessar ásakanir. „Ég sagði allt sem ég hef um málið að segja í New York Times. Ég veit ekki hvort þú last það. Þetta mál tilheyrir fortíðinni í mínum huga. Ég hugsa aldrei um það. Ég sagðist aldrei ætla að tjá mig um það aftur því ég gæti haldið endalaust áfram,“ svaraði Allen þegar hann var spurður hvort hann hefði lesið grein sonar síns. Segist ekki lesa það sem er skrifað um sig „Ég les aldrei neitt sem er skrifað um mig, eða gagnrýni um mínar myndir. Ég tók þá ákvörðun fyrir 35 árum að lesa aldrei gagnrýni um mínar myndir, ekki viðtöl við mig eða neitt. Annars á maður það á hættu að verða heltekinn af því sem aðrir hafa um þig að segja. Ég hef náð að halda mér mjög virkum í gegnum árin með því að hugsa ekki um sjálfan mig,“ svaraði Allen. Þegar honum var bent á að þetta væri grein eftir son hans en ekki einhvern gagnrýnanda svaraði Allen: „Ég hef sagt allt sem ég þarf að segja.“ Vill að grínistar hafi frelsi Spurður út í brandarann sem var sagður á opnunarkvöldinu í gær svaraði hann: „Ég er hlynntur því að grínistar segi þá brandara sem þeir vilja segja. Ég er mótfallinn því að ritskoða brandara. Ég er sjálfur grínisti, og mér finnst að þeir eigi að geta haft það frelsi sem þeir þurfa til að segja brandara þegar þeir vilja,“ svaraði Allen. Hann sagðist ekki hafa tekið brandarann nærri sér. „Ég móðgast aldrei. Það þarf mikið til að móðga mig.“
Mál Woody Allen Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira