East of my Youth með lag í bandarískum sjónvarpsþætti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Þær Herdís og Thelma skipa dúettinn sem stofnaður var í maí fyrir ári síðan. Mynd/PaulineBatista Íslenski raftónlistardúettinn East of my Youth, sem starfræktur er í Berlín og skipaður þeim Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur, gaf nýverið út lagið lagið Mother. Lagið var frumflutt á vefsíðu i-D Magazine í síðustu viku en það verður á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út seint í sumar. East of my Youth var stofnaður fyrir rúmi ári og hefur meðal annars leikið á tónlistarhátíðunum Sónar, Iceland Airwaves og SxSW í Texas. Lagið Mother var á dögunum selt í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV en að sögn þeirra Thelmu og Herdísar kom tækifærið til í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves. „Þá var umboðskonan okkar komin til sögunnar og hún fór á svona „networking“ fund og hitti þar konu sem vinnur fyrir umboðsskrifstofu í L.A. og hún smellti heyrnartólum á eyrun á henni og spilaði demó af laginu,“ segir Thelma og Herdís bætir við: „Og hún sagði bara strax: Vá, hvað þetta passar í þættina.“ Þáttunum er lýst sem rómantískum gamanþáttum og voru þeir fyrst sýndir í apríl árið 2014. Þriðja sería þáttanna er nú í sýningu og má heyra lag East of my Youth í þættinum sem sýndur verður þann 17. maí næstkomandi. Þættirnir segja frá vinkonunum Karma og Amy sem hafa lengi reynt að öðlast vinsældir í skólanum. Ekki hefur það gengið sem skyldi og í kjölfar misskilnings koma þær út úr skápnum sem par og öðlast samstundis gríðarlegar vinsældir. Í þáttunum er svo fylgst með margvíslegum afleiðingum þessa. East of my Youth er með PR-skrifstofu í London þar sem umboðskona þeirra er staðsett og hafa þær meðal annars komið fram á tveimur Showchase-tónleikum þar í borg. Þær segja það vissulega gott tækifæri og mögulegan stökkpall fyrir tónlist þeirra að fá lag í þáttinn. „Nú er bara búið að læsa lagið inn í þáttinn, þannig þetta er bara „signed, sealed, delivered“,“ segir Thelma hlæjandi en töluverð áhersla er lögð á að kynna nýja tónlist í þættinum og er meðal annars gerður lagalisti á tónlistarveitunni Spotify eftir hvern þátt og er áhorfendamarkhópurinn ungt fólk. „Reyndar ekki, en litli bróðir minn sem er í MR froðufelldi alveg af æsingi af því það eru víst allir í MR að horfa á þetta,“ svarar Herdís þegar hún er spurð að því hvort þær hafi horft á Faking It. „Þetta er svolítið svona eins og The O.C. fyrir okkar kynslóð,“ segir Thelma. Þær eru því spenntar fyrir komandi tímum og eru sem stendur staðsettar í Berlín þar sem þær vinna að því að klára plötuna sína og skjóta ekki loku fyrir að efnt verði til útgáfutónleika hér á landi eftir útgáfuna. „Það verða haldnir tónleikar með pompi og prakt einhvers staðar,“ segir Thelma hress að lokum. Lagið Mother má heyra í spilaranum hér fyrir neðan: Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 13. maí. Airwaves Sónar Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenski raftónlistardúettinn East of my Youth, sem starfræktur er í Berlín og skipaður þeim Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur, gaf nýverið út lagið lagið Mother. Lagið var frumflutt á vefsíðu i-D Magazine í síðustu viku en það verður á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út seint í sumar. East of my Youth var stofnaður fyrir rúmi ári og hefur meðal annars leikið á tónlistarhátíðunum Sónar, Iceland Airwaves og SxSW í Texas. Lagið Mother var á dögunum selt í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV en að sögn þeirra Thelmu og Herdísar kom tækifærið til í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves. „Þá var umboðskonan okkar komin til sögunnar og hún fór á svona „networking“ fund og hitti þar konu sem vinnur fyrir umboðsskrifstofu í L.A. og hún smellti heyrnartólum á eyrun á henni og spilaði demó af laginu,“ segir Thelma og Herdís bætir við: „Og hún sagði bara strax: Vá, hvað þetta passar í þættina.“ Þáttunum er lýst sem rómantískum gamanþáttum og voru þeir fyrst sýndir í apríl árið 2014. Þriðja sería þáttanna er nú í sýningu og má heyra lag East of my Youth í þættinum sem sýndur verður þann 17. maí næstkomandi. Þættirnir segja frá vinkonunum Karma og Amy sem hafa lengi reynt að öðlast vinsældir í skólanum. Ekki hefur það gengið sem skyldi og í kjölfar misskilnings koma þær út úr skápnum sem par og öðlast samstundis gríðarlegar vinsældir. Í þáttunum er svo fylgst með margvíslegum afleiðingum þessa. East of my Youth er með PR-skrifstofu í London þar sem umboðskona þeirra er staðsett og hafa þær meðal annars komið fram á tveimur Showchase-tónleikum þar í borg. Þær segja það vissulega gott tækifæri og mögulegan stökkpall fyrir tónlist þeirra að fá lag í þáttinn. „Nú er bara búið að læsa lagið inn í þáttinn, þannig þetta er bara „signed, sealed, delivered“,“ segir Thelma hlæjandi en töluverð áhersla er lögð á að kynna nýja tónlist í þættinum og er meðal annars gerður lagalisti á tónlistarveitunni Spotify eftir hvern þátt og er áhorfendamarkhópurinn ungt fólk. „Reyndar ekki, en litli bróðir minn sem er í MR froðufelldi alveg af æsingi af því það eru víst allir í MR að horfa á þetta,“ svarar Herdís þegar hún er spurð að því hvort þær hafi horft á Faking It. „Þetta er svolítið svona eins og The O.C. fyrir okkar kynslóð,“ segir Thelma. Þær eru því spenntar fyrir komandi tímum og eru sem stendur staðsettar í Berlín þar sem þær vinna að því að klára plötuna sína og skjóta ekki loku fyrir að efnt verði til útgáfutónleika hér á landi eftir útgáfuna. „Það verða haldnir tónleikar með pompi og prakt einhvers staðar,“ segir Thelma hress að lokum. Lagið Mother má heyra í spilaranum hér fyrir neðan: Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 13. maí.
Airwaves Sónar Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira