MånsZelmerlöw, mætti nakinn á svið í Globen í Stokkhólmi nú í kvöld. Það gerði hann þegar Petra Mede var að tala um Ivan frá Hvíta Rússlandi að loknum flutningi hans. Hún sagði að sá orðrómur hefði verið á kreiki að Ivan ætlaði sér að vera nakinn á sviði umkringdur úlfum.
Það væri þó gegn reglum Eurovision.
Í þeim töluðu orðum kom Måns á svið nakinn á svifbretti, með úlfstuskudýr fyrir kynfærum sínum. Þegar hann heyrði að nekt væri gegn reglunum sneri hann vonsvikinn við. Hægt er að sjá atvikið hér að neðan.