Lewis Hamilton á ráspól á Spáni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. maí 2016 12:44 Lewis Hamilton var lang fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull var þriðji. Max Verstappen, sem kom til Red Bull fyrir þessa keppni varð fjórði. Hamilton setti einaldlega tíma undir lok þriðju lotu sem enginn átti svar við. Rosberg var næstum þremur tíundu úr sekúndu á eftir. Það þykir einkar erfitt að taka framúr á brautinni í Barselóna. Tímatakan er því gríðarlega mikilvæg. Í síðustu 15 keppnum á brautinni hefur maðurinn á ráspól unnið 13 keppnir. Formúlu 1 liðin æfa á Barselónabrautinni á veturna. Liðin og ökumenn þekkja því brautina mjög vel og kunna að stilla bílunum upp fyrir hana. Felipe Massa á Williams datt út í fyrstu lotu tímatökunnar. Hann ræsir því 18. en Valtteri Bottas liðsfélagi Massa endaði lotunna í sjöunda sæti. Skellur fyrir Massa, sem hefur aldrei náð að vinna liðsfélaga sinn í tímatöku á Barselónabrautinni. Auk Massa datt Jolyon Palmer út á Renault ásamt Sauber og Manor ökumönnunum.Felipe Massa átti ekki góðan dag á skrifstofunni í dag. Hann datt út í fyrstu lotu tímatökunnar.Vísir/GettyMercedes menn voru fyrstir út á brautina í annarri lotu. Öðrum lá ekki eins mikið á að komast út á brautina. Max Verstappen átti góðan sprett í annarri lotu, hann var þriðji í annarri lotu um hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo, nýja liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Í annarri lotu duttu Nico Hulkenberg á Force India, Jenson Button á McLaren, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Kevin Magnussen á Renault og Haas ökumennirnir. Lewis Hamilton gerði mistök í fyrstu tilraun síðustu lotu. Hann læsti báðum framdekkjum og tapaði miklum tíma. Eftir fyrstu tilraun munaði átta tíundu á milli Mercedes ökumanna þar sem Rosberg leiddi og Verstappen tróð sér á milli þeirra. Í loka tilraun síðustu lotunnar setti Hamilton hring sem enginn gat svarað. Ferrari var hvergi og getan sem liðið hafði sýnt á æfingum í gær og í morgun var ekki til staðar þegar á reyndi. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina. 12. maí 2016 23:45 Hamilton vill ekki sjá samsæriskenningar Lewis Hamilton hefur óskað eftir því við aðdáendur sína að þeir hætti samsæriskenningum um að Mercedes liðið sé að hjálpa Nico Rosberg. 6. maí 2016 21:00 Force India mun kynna breyttan bíl á Spáni Formúlu 1 lið Force India mun koma með tasvert breyttan bíl til Spánar um helgina, samkvæmt Vijay Mallya liðsstjóra Force India. 10. maí 2016 16:45 Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu. 13. maí 2016 22:27 Kvyat tapar sæti sínu til Verstappen Formúlu 1 lið Red Bull hefur staðfest að Max Verstappen ökumaður Toro Rosso, taki sæti Daniil Kvyat strax í næstu keppni. Kvyat ók afar klaufalega í Rússlandi síðustu helgi. 5. maí 2016 13:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull var þriðji. Max Verstappen, sem kom til Red Bull fyrir þessa keppni varð fjórði. Hamilton setti einaldlega tíma undir lok þriðju lotu sem enginn átti svar við. Rosberg var næstum þremur tíundu úr sekúndu á eftir. Það þykir einkar erfitt að taka framúr á brautinni í Barselóna. Tímatakan er því gríðarlega mikilvæg. Í síðustu 15 keppnum á brautinni hefur maðurinn á ráspól unnið 13 keppnir. Formúlu 1 liðin æfa á Barselónabrautinni á veturna. Liðin og ökumenn þekkja því brautina mjög vel og kunna að stilla bílunum upp fyrir hana. Felipe Massa á Williams datt út í fyrstu lotu tímatökunnar. Hann ræsir því 18. en Valtteri Bottas liðsfélagi Massa endaði lotunna í sjöunda sæti. Skellur fyrir Massa, sem hefur aldrei náð að vinna liðsfélaga sinn í tímatöku á Barselónabrautinni. Auk Massa datt Jolyon Palmer út á Renault ásamt Sauber og Manor ökumönnunum.Felipe Massa átti ekki góðan dag á skrifstofunni í dag. Hann datt út í fyrstu lotu tímatökunnar.Vísir/GettyMercedes menn voru fyrstir út á brautina í annarri lotu. Öðrum lá ekki eins mikið á að komast út á brautina. Max Verstappen átti góðan sprett í annarri lotu, hann var þriðji í annarri lotu um hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo, nýja liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Í annarri lotu duttu Nico Hulkenberg á Force India, Jenson Button á McLaren, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Kevin Magnussen á Renault og Haas ökumennirnir. Lewis Hamilton gerði mistök í fyrstu tilraun síðustu lotu. Hann læsti báðum framdekkjum og tapaði miklum tíma. Eftir fyrstu tilraun munaði átta tíundu á milli Mercedes ökumanna þar sem Rosberg leiddi og Verstappen tróð sér á milli þeirra. Í loka tilraun síðustu lotunnar setti Hamilton hring sem enginn gat svarað. Ferrari var hvergi og getan sem liðið hafði sýnt á æfingum í gær og í morgun var ekki til staðar þegar á reyndi. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina. 12. maí 2016 23:45 Hamilton vill ekki sjá samsæriskenningar Lewis Hamilton hefur óskað eftir því við aðdáendur sína að þeir hætti samsæriskenningum um að Mercedes liðið sé að hjálpa Nico Rosberg. 6. maí 2016 21:00 Force India mun kynna breyttan bíl á Spáni Formúlu 1 lið Force India mun koma með tasvert breyttan bíl til Spánar um helgina, samkvæmt Vijay Mallya liðsstjóra Force India. 10. maí 2016 16:45 Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu. 13. maí 2016 22:27 Kvyat tapar sæti sínu til Verstappen Formúlu 1 lið Red Bull hefur staðfest að Max Verstappen ökumaður Toro Rosso, taki sæti Daniil Kvyat strax í næstu keppni. Kvyat ók afar klaufalega í Rússlandi síðustu helgi. 5. maí 2016 13:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina. 12. maí 2016 23:45
Hamilton vill ekki sjá samsæriskenningar Lewis Hamilton hefur óskað eftir því við aðdáendur sína að þeir hætti samsæriskenningum um að Mercedes liðið sé að hjálpa Nico Rosberg. 6. maí 2016 21:00
Force India mun kynna breyttan bíl á Spáni Formúlu 1 lið Force India mun koma með tasvert breyttan bíl til Spánar um helgina, samkvæmt Vijay Mallya liðsstjóra Force India. 10. maí 2016 16:45
Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu. 13. maí 2016 22:27
Kvyat tapar sæti sínu til Verstappen Formúlu 1 lið Red Bull hefur staðfest að Max Verstappen ökumaður Toro Rosso, taki sæti Daniil Kvyat strax í næstu keppni. Kvyat ók afar klaufalega í Rússlandi síðustu helgi. 5. maí 2016 13:00