Max Verstappen vann á Spáni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. maí 2016 13:35 Max Verstappen er yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 kappakstur. Vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull vann sinn fyrsta kappakstur. Kimi Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Verstappen er 18 ára og 227 daga gamall og hann er þar með yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 kappakstur. Það er sérstaklega sætt fyrir Verstappen eftir allt það drama sem gengið hafði á hjá Verstappen og Kvyat í vikunni eftir að Kvyat var færður til Toro Rosso til að gera pláss hjá Red Bull fyrir Verstappen. Nico Rosberg stal fyrsta sætinu af Lewis Hamilton á ráskaflanum og inn í fyrstu beygju. Hamilton ætlaði að svara fyrir sig en það endaði með ósköpum. Árekstur Mercedes manna batt enda á keppni þeirra beggja. Sjá einnig: Myndband af árekstri Mercedes. Ricciardo tók við forystunni þegar Mercedes ökumenn voru úr leik. Max Verstappen leiddi keppnina um tíma og var þar með yngsti ökumaðurinn til að leiða Formúlu 1 kappakstur. Ferrari hófst svo handa við að elta Red Bull sem voru í forystu. Vettel gerði harða atlögu að Verstappen. Eldur kom upp í bíl Nico Hulkenberg á hring 23. Hann datt því úr leik og þurfti sjálfur að brúka slökkvitækið til að slökkva eldin í bíl sínum. Brautarstarfsmenn voru ekki alveg með á nótunum þegar Hulkenberg nam staðar fyrir framan þá.Kimi Raikkonen reyndi allt sem hann gat en ekkert dugði til að skáka Verstappen.Vísir/GettyBarátta Ferrari og Red Bull Ricciardo kom inn í sitt annað þjónustuhlé á hring 28 og setti mjúk dekk undir. Vettel fylgdi svo í kjölfarið á næsta hring. Verstappen tók þjónustuhlé á hring 34 og Kimi Raikkonen kom á þjónustusvæðið á næsta hring. Vettel tók þjónustuhlé á hring 37, einungis átta hringjum eftir að hann setti mjúku dekkin undir. Vettel kom út í fjórða sæti og hóf að elta Raikkonen, Verstappen og Ricciardo. Ricciardo átti eftir að taka eitt þjónustuhlé og hann var að tapa miklum tíma. Ricciardo kom inn á 44 hring og setti milli-hörð dekk undir. Hann kom út á brautina í fjórða sæti og Verstappen leiddi þá. Raikkonen var annar, rétt um sekúndu á eftir Verstappen og Vettel þriðji, um sjös sekúndum á eftir Raikkonen. Annað eins bil var svo í Ricciardo. Heimamaðurinn Fernando Alonso á McLaren missti afl á hring 48. Hann var úr leik annað árið í röð í spænska kappakstrinum. Slagurinn á milli Raikkonen og Verstappen var ógnar spennandi. Bilið rokkaði á milli þess að vera ein sekúdnda niður í að vera hálf sekúnda. Raikkonen elti unga Hollendinginn hring eftir hring. Formúla Tengdar fréttir Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina. 12. maí 2016 23:45 Rosberg: Tækifæri á morgun til að stela fyrsta sætinu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni i dag. Hann náði í sinn 52. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 14. maí 2016 14:00 Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu. 13. maí 2016 22:27 Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni. 15. maí 2016 12:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull vann sinn fyrsta kappakstur. Kimi Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Verstappen er 18 ára og 227 daga gamall og hann er þar með yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 kappakstur. Það er sérstaklega sætt fyrir Verstappen eftir allt það drama sem gengið hafði á hjá Verstappen og Kvyat í vikunni eftir að Kvyat var færður til Toro Rosso til að gera pláss hjá Red Bull fyrir Verstappen. Nico Rosberg stal fyrsta sætinu af Lewis Hamilton á ráskaflanum og inn í fyrstu beygju. Hamilton ætlaði að svara fyrir sig en það endaði með ósköpum. Árekstur Mercedes manna batt enda á keppni þeirra beggja. Sjá einnig: Myndband af árekstri Mercedes. Ricciardo tók við forystunni þegar Mercedes ökumenn voru úr leik. Max Verstappen leiddi keppnina um tíma og var þar með yngsti ökumaðurinn til að leiða Formúlu 1 kappakstur. Ferrari hófst svo handa við að elta Red Bull sem voru í forystu. Vettel gerði harða atlögu að Verstappen. Eldur kom upp í bíl Nico Hulkenberg á hring 23. Hann datt því úr leik og þurfti sjálfur að brúka slökkvitækið til að slökkva eldin í bíl sínum. Brautarstarfsmenn voru ekki alveg með á nótunum þegar Hulkenberg nam staðar fyrir framan þá.Kimi Raikkonen reyndi allt sem hann gat en ekkert dugði til að skáka Verstappen.Vísir/GettyBarátta Ferrari og Red Bull Ricciardo kom inn í sitt annað þjónustuhlé á hring 28 og setti mjúk dekk undir. Vettel fylgdi svo í kjölfarið á næsta hring. Verstappen tók þjónustuhlé á hring 34 og Kimi Raikkonen kom á þjónustusvæðið á næsta hring. Vettel tók þjónustuhlé á hring 37, einungis átta hringjum eftir að hann setti mjúku dekkin undir. Vettel kom út í fjórða sæti og hóf að elta Raikkonen, Verstappen og Ricciardo. Ricciardo átti eftir að taka eitt þjónustuhlé og hann var að tapa miklum tíma. Ricciardo kom inn á 44 hring og setti milli-hörð dekk undir. Hann kom út á brautina í fjórða sæti og Verstappen leiddi þá. Raikkonen var annar, rétt um sekúndu á eftir Verstappen og Vettel þriðji, um sjös sekúndum á eftir Raikkonen. Annað eins bil var svo í Ricciardo. Heimamaðurinn Fernando Alonso á McLaren missti afl á hring 48. Hann var úr leik annað árið í röð í spænska kappakstrinum. Slagurinn á milli Raikkonen og Verstappen var ógnar spennandi. Bilið rokkaði á milli þess að vera ein sekúdnda niður í að vera hálf sekúnda. Raikkonen elti unga Hollendinginn hring eftir hring.
Formúla Tengdar fréttir Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina. 12. maí 2016 23:45 Rosberg: Tækifæri á morgun til að stela fyrsta sætinu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni i dag. Hann náði í sinn 52. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 14. maí 2016 14:00 Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu. 13. maí 2016 22:27 Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni. 15. maí 2016 12:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina. 12. maí 2016 23:45
Rosberg: Tækifæri á morgun til að stela fyrsta sætinu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni i dag. Hann náði í sinn 52. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 14. maí 2016 14:00
Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu. 13. maí 2016 22:27
Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni. 15. maí 2016 12:45