Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2016 16:01 Umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni er hrikaleg á köflum. Mynd: IB Elliðavatn er einn vinsælasti fólkvangur landsins og þarna fer mikill fjöldi veiðimanna um og nýtur þess að veiða í vatninu. Það er þess vegna afar dapurlegt að sjá hvernig umgengnin er við vatnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við höfum fjallað um slælega umgengni við veiðistaðina við vatnið en ástandið virðist lítið batna. Vissulega er umgengni annara sem njóta útivistar á svæðinu ekki alltaf góð en í kringum staði þar sem varla nokkur stígur fæti nema með veiðistöng í hönd er leiðinlegt að sjá hvernig sumir veiðimenn skilja við sig. Taumar, sígarettustubbar, bjórdósir, plastpokar og beituafgangar (beituveiði fyrir utan maðk og e.t.v. rækju er bönnuð í Elliðavatni) liggja víða og er troðið í holur til að reyna fela draslið. Í fyrra tóku nokkrir veiðimenn sig saman og týndu rusl á fjórum veiðistöðum og afraksturinn var sex svartir ruslapokar fullir af drasli. Hluti af því var drasl sem hefur fokið að vatninu í vetur en það var bara lítill hluti af þessu. Nú verða veiðimenn að standa saman og ganga betur um vötnin því þessi umgengni fárra er stórum hóp til vansa. Mest lesið Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði Besta opnun á svæði IV í Stóru Laxá Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði
Elliðavatn er einn vinsælasti fólkvangur landsins og þarna fer mikill fjöldi veiðimanna um og nýtur þess að veiða í vatninu. Það er þess vegna afar dapurlegt að sjá hvernig umgengnin er við vatnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við höfum fjallað um slælega umgengni við veiðistaðina við vatnið en ástandið virðist lítið batna. Vissulega er umgengni annara sem njóta útivistar á svæðinu ekki alltaf góð en í kringum staði þar sem varla nokkur stígur fæti nema með veiðistöng í hönd er leiðinlegt að sjá hvernig sumir veiðimenn skilja við sig. Taumar, sígarettustubbar, bjórdósir, plastpokar og beituafgangar (beituveiði fyrir utan maðk og e.t.v. rækju er bönnuð í Elliðavatni) liggja víða og er troðið í holur til að reyna fela draslið. Í fyrra tóku nokkrir veiðimenn sig saman og týndu rusl á fjórum veiðistöðum og afraksturinn var sex svartir ruslapokar fullir af drasli. Hluti af því var drasl sem hefur fokið að vatninu í vetur en það var bara lítill hluti af þessu. Nú verða veiðimenn að standa saman og ganga betur um vötnin því þessi umgengni fárra er stórum hóp til vansa.
Mest lesið Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði Besta opnun á svæði IV í Stóru Laxá Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði