HEKLA með 73% hlutdeild vistvænna bíla Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2016 14:52 Audi Q7 e-tron tengiltvinnbíll. Bílaumboðið HEKLA er með 73% markaðshlutdeild í vistvænum bílum, samkvæmt nýjustu tölum af íslenska bílamarkaðnum. Ekkert bílaumboð hefur fleiri tegundir vistvænna bifreiða til sölu en HEKLA, hvort sem um er að ræða metanbíla, rafmagnsbíla eða tengiltvinnbíla. „Íslendingar eru meðvitaðir um umhverfi sitt og þegar valkostirnir eru jafn margir og fjölbreyttir og nú, vilja margir leggja sitt af mörkum. Rekstrarkostnaður bifreiðanna er jafnframt stór þáttur og allt þetta gerir það að verkum að vistvænir bílar eru í mikilli sókn,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU. HEKLA afhenti 429 bíla í aprílmánuði, þar af 233 bílaleigubíla og 196 bíla til einstaklinga og fyrirtækja. Það sem af er ári hafa 1.063 bílar frá HEKLU verið skráðir, þar af 203 bílar sem knúnir eru metan, tengiltvinnbílar eða rafmagnsbílar, en það er 73% af öllum vistvænum bílum sem skráðir hafa verið það sem af er ári. Þetta undirstrikar vel þá gríðarlega sterku stöðu sem HEKLA hefur í flokki vistvænna bíla. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent
Bílaumboðið HEKLA er með 73% markaðshlutdeild í vistvænum bílum, samkvæmt nýjustu tölum af íslenska bílamarkaðnum. Ekkert bílaumboð hefur fleiri tegundir vistvænna bifreiða til sölu en HEKLA, hvort sem um er að ræða metanbíla, rafmagnsbíla eða tengiltvinnbíla. „Íslendingar eru meðvitaðir um umhverfi sitt og þegar valkostirnir eru jafn margir og fjölbreyttir og nú, vilja margir leggja sitt af mörkum. Rekstrarkostnaður bifreiðanna er jafnframt stór þáttur og allt þetta gerir það að verkum að vistvænir bílar eru í mikilli sókn,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU. HEKLA afhenti 429 bíla í aprílmánuði, þar af 233 bílaleigubíla og 196 bíla til einstaklinga og fyrirtækja. Það sem af er ári hafa 1.063 bílar frá HEKLU verið skráðir, þar af 203 bílar sem knúnir eru metan, tengiltvinnbílar eða rafmagnsbílar, en það er 73% af öllum vistvænum bílum sem skráðir hafa verið það sem af er ári. Þetta undirstrikar vel þá gríðarlega sterku stöðu sem HEKLA hefur í flokki vistvænna bíla.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent