Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2016 11:30 Davíð var hress í Brennslunni. vísir „Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
„Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira