Viðskipti erlent

Hagnaður Burberry dregst verulega saman

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frá sýningarpöllum Burberry á síðasta ári.
Frá sýningarpöllum Burberry á síðasta ári. vísir/Getty
Breska tískufyrirtækið Burberry tilkynnti í gærmorgun að tekjur hefðu dregist saman um eitt prósent á síðasta ári og að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatt hefði lækkað um sjö prósent milli ára.

Tilkynnt var að fyrirtækið ætlaði að lækka árlegan kostnað sinn um 100 milljónir punda, jafnvirði 18 milljarða íslenskra króna, meðal annars með því að einfalda framleiðsluferlið. Á sama tíma mun það fjárfesta fyrir 10 milljónir punda, 1,8 milljarða króna, á þessu ári og 25 milljónir punda, 4,4 milljarða króna, á næsta ári í verslunum og stafrænu umhverfi.

Forsvarsmenn Burberry segja tölurnar endurspegla erfitt ástand á lúxusvörumarkaði. Talið er að Kínverjar beri ábyrgð á 29 prósentum af heildarsölu á þeim markaði, og því hafi samdráttur í Kína á undanförnu misseri dregið verulega úr sölu. Frá árinu 2010 til 2014 óx lúxusvörumarkaðurinn um að meðaltali sjö prósent á ári. Forsvarsmenn Burberry telja þó að einungis nokkurra prósenta vöxtur verði á þeim markaði á næstu árum.

Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×