Vera, vatnið og vitundin Kara Hergils Valdimarsdóttir skrifar 19. maí 2016 13:30 Snædís Lilja Ingadóttir í hlutverki sínu í danssýningunni Vera og vatnið. Dans Vera og vatnið Höfundar: Bíbí & blaka danshópurinn Dans: Tinna Grétarsdóttir Flutningur: Snædís Lilja Ingadóttir Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Veran Vera leikur með vatnið og vatnið er djúpt, eins og vitund mín sjálfs. Leikverkið Vera og vatnið er ævintýralega fallegt barnadansverk sem er nú sýnt í Tjarnarbíói. Verkið er ætlað börnum 1-5 ára og forráðamönnum þeirra. Veran Vera birtist úr vatninu og leikur sér í og með því. Hún kannar dýptir þess og form og hvernig vera eins og hún getur passað og leikið við vatnið. Umgjörðin er sérlega vel hönnuð og eru börnin sannarlega komin inn í fallegan heim þegar þau heimsækja Veru. Þau eiga þann möguleika að sitja á litlum skýjum í kringum vatnið þar sem Vera dansar. Það gefur þeim nálægð sem færir þau enn nær sýningunni. Verkið er samtímadansverk með leikrænum tilþrifum þar sem Snædís Lilja er algjörlega í essinu sínu, þ.e. býr ljóslega að bakgrunni sínum í dansi og leiklist. Snædís er sjarmerandi og létt í flutningi sínum. Það er verulega flott að sjá samtímadansverk fyrir börn sem gefur þeim tækifæri að kynnast listforminu á ungum aldri. Leikmyndin og búningar, hönnuð af Guðnýju Hrund, eru stórkostlega skemmtileg og vel gerð. Má þá sérstaklega nefna litla slá sem Vera klæðist í byrjun verksins. Hún er ekkert flókin, en gefur Snædísi algjörlega nýtt form, og kemur hún áhorfendum fyrir sjónir sem lítil vera. Tónlistin er líka vel samin og kemur til skila tilfinningu fyrir litlum dropum sem drjúpa beinlínis niður á sviðið. Að verkinu loknu fengu börnin að leika sér í sviðsmyndinni og hitta veruna sem þau flutu með í gegnum sýninguna. Það var þroskandi fyrir börnin sem fengu þá að koma við dropa sem héngu úr sviðsmyndinni en einnig að koma við þá hluti sem ekki voru eins og þeir sýndust. Þannig fengu þau að kynnast töfrum leikhússins. Til að mynda má nefna lítinn hvítan blett á dansgólfinu þar sem Vera gat illa staðið í lappirnar vegna þess hvað hann átti að vera sleipur. Þetta var sem sagt hálkublettur sem hún rann ítrekað á. Þetta vakti stórkostlega kátínu krakkanna sem vildu svo ólm prófa svellið þegar þau komu inn. Þau skildu svo ekkert í því að þau lágu þar ekki kylliflöt! Verkið er stutt og þyldi ekki heldur að vera mikið lengra án meiri framvindu.Niðurstaða: Fallega unnið og skemmtilegt samtímadansverk fyrir börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí. Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Dans Vera og vatnið Höfundar: Bíbí & blaka danshópurinn Dans: Tinna Grétarsdóttir Flutningur: Snædís Lilja Ingadóttir Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Veran Vera leikur með vatnið og vatnið er djúpt, eins og vitund mín sjálfs. Leikverkið Vera og vatnið er ævintýralega fallegt barnadansverk sem er nú sýnt í Tjarnarbíói. Verkið er ætlað börnum 1-5 ára og forráðamönnum þeirra. Veran Vera birtist úr vatninu og leikur sér í og með því. Hún kannar dýptir þess og form og hvernig vera eins og hún getur passað og leikið við vatnið. Umgjörðin er sérlega vel hönnuð og eru börnin sannarlega komin inn í fallegan heim þegar þau heimsækja Veru. Þau eiga þann möguleika að sitja á litlum skýjum í kringum vatnið þar sem Vera dansar. Það gefur þeim nálægð sem færir þau enn nær sýningunni. Verkið er samtímadansverk með leikrænum tilþrifum þar sem Snædís Lilja er algjörlega í essinu sínu, þ.e. býr ljóslega að bakgrunni sínum í dansi og leiklist. Snædís er sjarmerandi og létt í flutningi sínum. Það er verulega flott að sjá samtímadansverk fyrir börn sem gefur þeim tækifæri að kynnast listforminu á ungum aldri. Leikmyndin og búningar, hönnuð af Guðnýju Hrund, eru stórkostlega skemmtileg og vel gerð. Má þá sérstaklega nefna litla slá sem Vera klæðist í byrjun verksins. Hún er ekkert flókin, en gefur Snædísi algjörlega nýtt form, og kemur hún áhorfendum fyrir sjónir sem lítil vera. Tónlistin er líka vel samin og kemur til skila tilfinningu fyrir litlum dropum sem drjúpa beinlínis niður á sviðið. Að verkinu loknu fengu börnin að leika sér í sviðsmyndinni og hitta veruna sem þau flutu með í gegnum sýninguna. Það var þroskandi fyrir börnin sem fengu þá að koma við dropa sem héngu úr sviðsmyndinni en einnig að koma við þá hluti sem ekki voru eins og þeir sýndust. Þannig fengu þau að kynnast töfrum leikhússins. Til að mynda má nefna lítinn hvítan blett á dansgólfinu þar sem Vera gat illa staðið í lappirnar vegna þess hvað hann átti að vera sleipur. Þetta var sem sagt hálkublettur sem hún rann ítrekað á. Þetta vakti stórkostlega kátínu krakkanna sem vildu svo ólm prófa svellið þegar þau komu inn. Þau skildu svo ekkert í því að þau lágu þar ekki kylliflöt! Verkið er stutt og þyldi ekki heldur að vera mikið lengra án meiri framvindu.Niðurstaða: Fallega unnið og skemmtilegt samtímadansverk fyrir börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí.
Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira