Nico Rosberg fyrstur í mark í Rússlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. maí 2016 13:28 Nico Rosberg var ósnertanlegur í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Rosberg hefur nú unnið sjö keppnir í röð og leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna með 43 stigum. Hamilton tókst að berjast úr 10. sæti upp í annað. Sebastian Vettel datt út á fyrsta hring eftir samstuð við heimamanninn Daniil Kvyat á Red Bull. Nico Hulkenberg datt út líka á fyrsta hring á Force India, liðsfélagi hans, Sergio Perez þurfti að koma inn eftir fyrsta hring með sprungið dekk. Kvyat ók tvisvar á Vettel í fyrstu tveimur beygjunum. Fyrst beint aftan á Vettel og svo aftur einni beygju seinna. Vettel var allt annað en sáttur. „Það var keyrt tvisvar aftan á mig, hvað í fjandanum er í gangi hérna,“ sagði Vettel í talstöðinni. Kimi Raikkonen náði að komast fram úr landa sínum Valtteri Bottas í ræsingunni og þegar öryggisbíllinn fór inn var Rosberg fremstur með Raikkonen fyrir aftan sig og Bottas fyrir aftan hann. Bottas stal öðru sætinu af Raikkonen í endurræsingunni og Hamilton kom sér upp í fjórða sæti. Hamilton stal þriðja sætinu af Raikkonen á sjöunda hring. Raikkonen hafði reynt að taka annað sætið af Bottas og missti við það taktinn og Hamilton nýtti sér það.Ræsingin skóp keppnina í dag.Vísir/GettyHamilton þurfti þá næst að komast fram úr Bottas til að reyna að elta liðsfélaga sinn. Á meðan Hamilton reyndi það jók Rosberg forksot sitt á þvöguna jafnt og þétt. Bottas létti Hamilton lífið og tók þjónustuhlé við lok 16. hrings. Hamilton gaf allt í botn og tók svo þjónustuhlé á næsta hring. Hamilton tókst ekki að nýta þjónustuhléið til að komast fram úr Bottas en tókst það skömmu seinna. Raikkonen tókst svo að smeygja sér á milli Bottas og Hamilton eftir sitt þjónustuhlé á hring 20. Þegar Rosberg hafði tekið sitt þjónustuhlé var bilið á milli Hamilton og Rosberg um 13 sekúndur. Baráttan um áttunda sæti var mjög spennandi, Kevin Magnussen, Romain Grosjean, Daniel Ricciardo og Carlos Sainz börðust af hörku. Vélin gaf sig í bíl Max Verstappen á hring 35. Hamilton minnkaði bilið niður í 7 sekúndur með góðum hringjum í kringum hring 35. Um leið og allt fór að líta vel út fyrir Hamilton fékk hann að vita af vatnsþrýstingsvandamáli í bílnum. Rosberg svaraði þá með því að setja hraðasta hring keppninnar og nýtt brautarmet á Sochi brautinni. Bilið á milli þeirra tók að aukast aftur í kjölfar skilaboðanna til Hamiltons um að passa þrýstinginn. McLaren endaði með báða bílana í stigasæti í fyrsta skipti á tímabilinu.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 29. apríl 2016 14:17 Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. 30. apríl 2016 12:44 Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00 Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00 Rosberg: Formúlu 1 keppnir eru aldrei auðveldar Nico Rosberg á Mercedes náði í sinn 24. ráspól í dag. Hann ræsir fremstur í rússneska kappakstrinum á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. apríl 2016 14:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Rosberg hefur nú unnið sjö keppnir í röð og leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna með 43 stigum. Hamilton tókst að berjast úr 10. sæti upp í annað. Sebastian Vettel datt út á fyrsta hring eftir samstuð við heimamanninn Daniil Kvyat á Red Bull. Nico Hulkenberg datt út líka á fyrsta hring á Force India, liðsfélagi hans, Sergio Perez þurfti að koma inn eftir fyrsta hring með sprungið dekk. Kvyat ók tvisvar á Vettel í fyrstu tveimur beygjunum. Fyrst beint aftan á Vettel og svo aftur einni beygju seinna. Vettel var allt annað en sáttur. „Það var keyrt tvisvar aftan á mig, hvað í fjandanum er í gangi hérna,“ sagði Vettel í talstöðinni. Kimi Raikkonen náði að komast fram úr landa sínum Valtteri Bottas í ræsingunni og þegar öryggisbíllinn fór inn var Rosberg fremstur með Raikkonen fyrir aftan sig og Bottas fyrir aftan hann. Bottas stal öðru sætinu af Raikkonen í endurræsingunni og Hamilton kom sér upp í fjórða sæti. Hamilton stal þriðja sætinu af Raikkonen á sjöunda hring. Raikkonen hafði reynt að taka annað sætið af Bottas og missti við það taktinn og Hamilton nýtti sér það.Ræsingin skóp keppnina í dag.Vísir/GettyHamilton þurfti þá næst að komast fram úr Bottas til að reyna að elta liðsfélaga sinn. Á meðan Hamilton reyndi það jók Rosberg forksot sitt á þvöguna jafnt og þétt. Bottas létti Hamilton lífið og tók þjónustuhlé við lok 16. hrings. Hamilton gaf allt í botn og tók svo þjónustuhlé á næsta hring. Hamilton tókst ekki að nýta þjónustuhléið til að komast fram úr Bottas en tókst það skömmu seinna. Raikkonen tókst svo að smeygja sér á milli Bottas og Hamilton eftir sitt þjónustuhlé á hring 20. Þegar Rosberg hafði tekið sitt þjónustuhlé var bilið á milli Hamilton og Rosberg um 13 sekúndur. Baráttan um áttunda sæti var mjög spennandi, Kevin Magnussen, Romain Grosjean, Daniel Ricciardo og Carlos Sainz börðust af hörku. Vélin gaf sig í bíl Max Verstappen á hring 35. Hamilton minnkaði bilið niður í 7 sekúndur með góðum hringjum í kringum hring 35. Um leið og allt fór að líta vel út fyrir Hamilton fékk hann að vita af vatnsþrýstingsvandamáli í bílnum. Rosberg svaraði þá með því að setja hraðasta hring keppninnar og nýtt brautarmet á Sochi brautinni. Bilið á milli þeirra tók að aukast aftur í kjölfar skilaboðanna til Hamiltons um að passa þrýstinginn. McLaren endaði með báða bílana í stigasæti í fyrsta skipti á tímabilinu.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 29. apríl 2016 14:17 Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. 30. apríl 2016 12:44 Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00 Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00 Rosberg: Formúlu 1 keppnir eru aldrei auðveldar Nico Rosberg á Mercedes náði í sinn 24. ráspól í dag. Hann ræsir fremstur í rússneska kappakstrinum á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. apríl 2016 14:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 29. apríl 2016 14:17
Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. 30. apríl 2016 12:44
Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00
Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00
Rosberg: Formúlu 1 keppnir eru aldrei auðveldar Nico Rosberg á Mercedes náði í sinn 24. ráspól í dag. Hann ræsir fremstur í rússneska kappakstrinum á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. apríl 2016 14:00