Lánþegar LÍN Magnús Guðmundsson skrifar 2. maí 2016 07:00 Það er stundum erfitt að verjast þeirri hugsun að íslenskar ríkisstofnanir misskilji hlutverk sitt all hrapallega. Einkum virðist þetta eiga við þær stofnanir sem snúa að málefnum þar sem er þörf fyrir að vinna með fólki með hagsmuni þess að leiðarljósi, fremur en hagsmuni kerfisins eða þess stjórnmálaafls sem yfir því ríkir hverju sinni. Þannig virðist Útlendingastofnun hafa það markmið að halda útlendingum utan Íslands, Tryggingastofnun það markmið að ríghalda í hagsmuni ríkis fremur en skjólstæðinga og Lánasjóður íslenskra námsmanna virðist stundum stefna að því að koma í veg fyrir menntun hinna efnaminni. En auðvitað endurspegla þessar stofnanir þankagang þeirra ráðherra og ríkisstjórna sem yfir þeim ríkja hverju sinni. LÍN hefur einmitt verið mikið í umræðunni að undanförnu og það ekki að tilefnislausu, því miður. Enn er haldið áfram að skerða kjör íslenskra námsmanna erlendis og það í raun eftir að ástandið er komið langt yfir öll eðlileg þolmörk. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, tók nýverið saman hversu umfangsmiklar þessar skerðingar hafa verið á síðustu árum og þær tölur eru ekkert annað en alvarlegur áfellisdómur yfir LÍN og störf ráðherrans. Í sumum tilvikum nemur skerðingin yfir 30 prósenta lækkun á framfærslu sem er auðvitað ekkert annað en gróf aðför að kjörum. Það er íslensku samfélagi óendanlega mikilvægt að sækja sér menntun og þekkingu út í hinn stóra heim. Það er forsenda þess að við getum haldið áfram að þroskast og þróast sem framfarasinnað samfélag og verðmætin sem fólgin eru í góðri menntun þjóðarinnar eru gríðarleg. En ef menntamálaráðherra hugsar dæmið þannig að það að sækja sér menntun til útlanda eigi eingöngu að vera forréttindi hinna efnameiri er hætt við að menntunarstig þjóðarinnar eigi eftir að lækka jafnt og þétt. Það er líka hætt við að slíkt muni skaða íslenskt háskólasamfélag talsvert til lengri tíma litið, svo ekki sé talað um heilbrigðiskerfið, tæknisamfélagið og almenna nýsköpun svo eitthvað sé nefnt. Margir sem þekkja samskiptin við LÍN af eigin raun þekkja vel þá tilfinningu að þar sé verið að rétta að þeim ölmusu. Að þetta séu peningar í eigu sjóðsins og að lán úr honum sé góðverkagjörningur til námsmannsins og það þó að hér séu á ferðinni lán en ekki styrkur. Með sama hætti virðist það vera ríkjandi viðhorf innan sjóðsins að námsmenn eigi að lepja dauðann úr skel á námsárunum og berjast við að komast af fyrir eins lítið fé og mögulegt. Í raun kristallar þetta þá grundvallar hugsanavillu sem virðist ríkja yfir LÍN og starfsemi sjóðsins um áraraðir að litið er á námsmenn sem lánþega en ekki fjárfestingu. Því menntun er fjárfesting fyrir einstaklinga og samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Það er stundum erfitt að verjast þeirri hugsun að íslenskar ríkisstofnanir misskilji hlutverk sitt all hrapallega. Einkum virðist þetta eiga við þær stofnanir sem snúa að málefnum þar sem er þörf fyrir að vinna með fólki með hagsmuni þess að leiðarljósi, fremur en hagsmuni kerfisins eða þess stjórnmálaafls sem yfir því ríkir hverju sinni. Þannig virðist Útlendingastofnun hafa það markmið að halda útlendingum utan Íslands, Tryggingastofnun það markmið að ríghalda í hagsmuni ríkis fremur en skjólstæðinga og Lánasjóður íslenskra námsmanna virðist stundum stefna að því að koma í veg fyrir menntun hinna efnaminni. En auðvitað endurspegla þessar stofnanir þankagang þeirra ráðherra og ríkisstjórna sem yfir þeim ríkja hverju sinni. LÍN hefur einmitt verið mikið í umræðunni að undanförnu og það ekki að tilefnislausu, því miður. Enn er haldið áfram að skerða kjör íslenskra námsmanna erlendis og það í raun eftir að ástandið er komið langt yfir öll eðlileg þolmörk. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, tók nýverið saman hversu umfangsmiklar þessar skerðingar hafa verið á síðustu árum og þær tölur eru ekkert annað en alvarlegur áfellisdómur yfir LÍN og störf ráðherrans. Í sumum tilvikum nemur skerðingin yfir 30 prósenta lækkun á framfærslu sem er auðvitað ekkert annað en gróf aðför að kjörum. Það er íslensku samfélagi óendanlega mikilvægt að sækja sér menntun og þekkingu út í hinn stóra heim. Það er forsenda þess að við getum haldið áfram að þroskast og þróast sem framfarasinnað samfélag og verðmætin sem fólgin eru í góðri menntun þjóðarinnar eru gríðarleg. En ef menntamálaráðherra hugsar dæmið þannig að það að sækja sér menntun til útlanda eigi eingöngu að vera forréttindi hinna efnameiri er hætt við að menntunarstig þjóðarinnar eigi eftir að lækka jafnt og þétt. Það er líka hætt við að slíkt muni skaða íslenskt háskólasamfélag talsvert til lengri tíma litið, svo ekki sé talað um heilbrigðiskerfið, tæknisamfélagið og almenna nýsköpun svo eitthvað sé nefnt. Margir sem þekkja samskiptin við LÍN af eigin raun þekkja vel þá tilfinningu að þar sé verið að rétta að þeim ölmusu. Að þetta séu peningar í eigu sjóðsins og að lán úr honum sé góðverkagjörningur til námsmannsins og það þó að hér séu á ferðinni lán en ekki styrkur. Með sama hætti virðist það vera ríkjandi viðhorf innan sjóðsins að námsmenn eigi að lepja dauðann úr skel á námsárunum og berjast við að komast af fyrir eins lítið fé og mögulegt. Í raun kristallar þetta þá grundvallar hugsanavillu sem virðist ríkja yfir LÍN og starfsemi sjóðsins um áraraðir að litið er á námsmenn sem lánþega en ekki fjárfestingu. Því menntun er fjárfesting fyrir einstaklinga og samfélag.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun