Raunir ruslakallsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. maí 2016 07:00 Það eru 15 ár síðan ég flutti úr foreldrahúsum í 19 fermetra bílskúr ásamt kunningja mínum. Þetta hljómar eflaust hræðilega en það fór reyndar ágætlega um okkur í skúrnum. Níu og hálfur fermetri á mann, sturta, eldhúskrókur og alveg lygilegt magn af alls konar skrani. Þegar ég flutti síðan á næsta stað hafði bæst eilítið í „eignasafn“ mitt — nei, ég er ekki að tala bankamál hér heldur um verðlaust drasl. Geisladiska, tímarit, DVD-myndir og annað í þeim dúr. Ég flutti nokkuð ört á þessum tíma og í hvert skipti urðu íbúðirnar stærri og kassarnir fleiri, enda átti ég mjög erfitt með að henda nokkrum hlut sem ég hafði eignast. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég tók upp úr kössum á einum staðnum og sá að ég hafði meðal annars pakkað tómum gosflöskum, munnþurrkum frá Select og sirka sjö árgöngum af Myndböndum mánaðarins. Dótið mitt var einfaldlega orðið of mikið til að ég gæti flutt það allt með mér og því var ákveðið að koma hluta af því fyrir í geymslum vina og vandamanna. Í dag á ég fjölskyldu og íbúð en heima hjá mömmu er til dæmis enn þá banjó sem ég hef aldrei spilað á og ónýtur ísskápur í minni eigu. Í geymslunni hjá ömmu er sjónvarp sem ég hef aldrei horft á, skíðadót sem ég tími ekki að henda þó ég stundi ekki skíði og föt sem pössuðu á mig fyrir 30 kílóum síðan. Betri og andlega heilbrigðari helmingurinn skilur ekki hvers vegna ég er búinn að fylla háaloftið okkar af dóti sem ég mun aldrei nota og ég er satt að segja löngu búinn með allar afsakanir. En þó þetta sé sorp þá er þetta sorpið mitt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Það eru 15 ár síðan ég flutti úr foreldrahúsum í 19 fermetra bílskúr ásamt kunningja mínum. Þetta hljómar eflaust hræðilega en það fór reyndar ágætlega um okkur í skúrnum. Níu og hálfur fermetri á mann, sturta, eldhúskrókur og alveg lygilegt magn af alls konar skrani. Þegar ég flutti síðan á næsta stað hafði bæst eilítið í „eignasafn“ mitt — nei, ég er ekki að tala bankamál hér heldur um verðlaust drasl. Geisladiska, tímarit, DVD-myndir og annað í þeim dúr. Ég flutti nokkuð ört á þessum tíma og í hvert skipti urðu íbúðirnar stærri og kassarnir fleiri, enda átti ég mjög erfitt með að henda nokkrum hlut sem ég hafði eignast. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég tók upp úr kössum á einum staðnum og sá að ég hafði meðal annars pakkað tómum gosflöskum, munnþurrkum frá Select og sirka sjö árgöngum af Myndböndum mánaðarins. Dótið mitt var einfaldlega orðið of mikið til að ég gæti flutt það allt með mér og því var ákveðið að koma hluta af því fyrir í geymslum vina og vandamanna. Í dag á ég fjölskyldu og íbúð en heima hjá mömmu er til dæmis enn þá banjó sem ég hef aldrei spilað á og ónýtur ísskápur í minni eigu. Í geymslunni hjá ömmu er sjónvarp sem ég hef aldrei horft á, skíðadót sem ég tími ekki að henda þó ég stundi ekki skíði og föt sem pössuðu á mig fyrir 30 kílóum síðan. Betri og andlega heilbrigðari helmingurinn skilur ekki hvers vegna ég er búinn að fylla háaloftið okkar af dóti sem ég mun aldrei nota og ég er satt að segja löngu búinn með allar afsakanir. En þó þetta sé sorp þá er þetta sorpið mitt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun