Viðar: Fólk með skítkast þegar sóknarmenn skora ekki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2016 13:45 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Vilhelm Viðar Örn Kjartansson breyttist úr skúrki í hetju á augabragði þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Malmö á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Viðar Örn kom til Malmö í janúar frá Jiangsu frá Kína og voru miklar væntingar bundnar við hann. Honum gekk vel að skora á undirbúningstímabilinu en svo þegar tímabilið hófst þá létu mörkin bíða eftir sér. Selfyssingurinn skoraði ekki í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Malmö þar til að það kom að leiknum gegn Häcken um helgina. „Maður má ekki missa trúna. Ég hafði ekki skorað í fimm leikjum og það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Þetta hefur verið erfitt en maður verður að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar Örn. Sjá einnig: Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Stuðningsmenn Malmö voru búnir að vera duglegir að gagnrýna hann en þeir stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa þegar Viðari erni var skipt af velli um helgina. „Það var frábært að skora þrjú mörk. Pressan á mér hefur verið mikil,“ sagði Viðar en hvað með stuðningsmennina sem snerust svo skyndilega honum á band? „Svona er þetta bara. Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar og bætti við að sjálfstraustið hefði minnkað aðeins í markaþurrðinni. „Ég missti sjálfstraustið aðeins í vítateignum og var orðinn svolítið stressaður. En það gerist þegar maður skorar ekki í fimm leikjum í röð.“ Malmö og Häcken mætast aftur strax á fimmtudag, þá í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28 Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson breyttist úr skúrki í hetju á augabragði þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Malmö á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Viðar Örn kom til Malmö í janúar frá Jiangsu frá Kína og voru miklar væntingar bundnar við hann. Honum gekk vel að skora á undirbúningstímabilinu en svo þegar tímabilið hófst þá létu mörkin bíða eftir sér. Selfyssingurinn skoraði ekki í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Malmö þar til að það kom að leiknum gegn Häcken um helgina. „Maður má ekki missa trúna. Ég hafði ekki skorað í fimm leikjum og það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Þetta hefur verið erfitt en maður verður að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar Örn. Sjá einnig: Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Stuðningsmenn Malmö voru búnir að vera duglegir að gagnrýna hann en þeir stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa þegar Viðari erni var skipt af velli um helgina. „Það var frábært að skora þrjú mörk. Pressan á mér hefur verið mikil,“ sagði Viðar en hvað með stuðningsmennina sem snerust svo skyndilega honum á band? „Svona er þetta bara. Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar og bætti við að sjálfstraustið hefði minnkað aðeins í markaþurrðinni. „Ég missti sjálfstraustið aðeins í vítateignum og var orðinn svolítið stressaður. En það gerist þegar maður skorar ekki í fimm leikjum í röð.“ Malmö og Häcken mætast aftur strax á fimmtudag, þá í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28 Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18
Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00
Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28
Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37