Viðar: Fólk með skítkast þegar sóknarmenn skora ekki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2016 13:45 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Vilhelm Viðar Örn Kjartansson breyttist úr skúrki í hetju á augabragði þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Malmö á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Viðar Örn kom til Malmö í janúar frá Jiangsu frá Kína og voru miklar væntingar bundnar við hann. Honum gekk vel að skora á undirbúningstímabilinu en svo þegar tímabilið hófst þá létu mörkin bíða eftir sér. Selfyssingurinn skoraði ekki í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Malmö þar til að það kom að leiknum gegn Häcken um helgina. „Maður má ekki missa trúna. Ég hafði ekki skorað í fimm leikjum og það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Þetta hefur verið erfitt en maður verður að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar Örn. Sjá einnig: Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Stuðningsmenn Malmö voru búnir að vera duglegir að gagnrýna hann en þeir stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa þegar Viðari erni var skipt af velli um helgina. „Það var frábært að skora þrjú mörk. Pressan á mér hefur verið mikil,“ sagði Viðar en hvað með stuðningsmennina sem snerust svo skyndilega honum á band? „Svona er þetta bara. Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar og bætti við að sjálfstraustið hefði minnkað aðeins í markaþurrðinni. „Ég missti sjálfstraustið aðeins í vítateignum og var orðinn svolítið stressaður. En það gerist þegar maður skorar ekki í fimm leikjum í röð.“ Malmö og Häcken mætast aftur strax á fimmtudag, þá í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28 Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson breyttist úr skúrki í hetju á augabragði þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Malmö á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Viðar Örn kom til Malmö í janúar frá Jiangsu frá Kína og voru miklar væntingar bundnar við hann. Honum gekk vel að skora á undirbúningstímabilinu en svo þegar tímabilið hófst þá létu mörkin bíða eftir sér. Selfyssingurinn skoraði ekki í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Malmö þar til að það kom að leiknum gegn Häcken um helgina. „Maður má ekki missa trúna. Ég hafði ekki skorað í fimm leikjum og það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Þetta hefur verið erfitt en maður verður að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar Örn. Sjá einnig: Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Stuðningsmenn Malmö voru búnir að vera duglegir að gagnrýna hann en þeir stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa þegar Viðari erni var skipt af velli um helgina. „Það var frábært að skora þrjú mörk. Pressan á mér hefur verið mikil,“ sagði Viðar en hvað með stuðningsmennina sem snerust svo skyndilega honum á band? „Svona er þetta bara. Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar og bætti við að sjálfstraustið hefði minnkað aðeins í markaþurrðinni. „Ég missti sjálfstraustið aðeins í vítateignum og var orðinn svolítið stressaður. En það gerist þegar maður skorar ekki í fimm leikjum í röð.“ Malmö og Häcken mætast aftur strax á fimmtudag, þá í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28 Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18
Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00
Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28
Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37