Íslendingur götunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2016 07:00 Þar sem ég fór í (mjög saklausa og alveg mjög líklega löglega!) spyrnu á Sæbrautinni um daginn uppgötvaði ég að ég er illa þjáð af landlægum smákóngakomplex. Þrútin af mikilmennskubrjálæði. Ég þandi fjórtán ára Ford Fiesta kaggann í botn á rauðu ljósi. Fann svolitla brunalykt en það var bara lyktin af sigri. Ég átti allan heiminn og efaðist ekki í augnablik um yfirburði mína. Andstæðingurinn var á nýlegum BMW jeppa. Ég er ekki fáviti. Ég veit að BMW er með öflugri vél. En þetta snýst bara um að stíga nógu fast á bensínið. Dúndra þessu niður. Vilja nógu mikið. Það er manneskjan sem stýrir bílnum, ekki öfugt. Stinga af með hvelli. Það kom grænt ljós og eini hvellurinn sem heyrðist var þegar fúið framdekkið sprakk eftir fáeina metra. BMW-inn löngu kominn úr augsýn. Þar sem ég sat á dekkjaverkstæðinu og beið eftir að glænýtt dekk yrði sett undir bílinn og tuttugu þúsund kall tekinn af kortinu mínu korter í mánaðamót reyndi ég að skilja þennan komplex. Mundi þá að ég hef oftar en mörgum sinnum boðið vaxtartrölli í sjómann og fimleikastjörnu í spíkatkeppni og alltaf jafn fullviss um sigur. Alveg inn að hjartarótum verið kokhraust. Sem er næstum því fallegt en samt óskaplega óþolandi. Til dæmis fyrir dótturina sem þurfti að bíða á verkstæðinu og vesalings liðböndin mín. Keppnisskapið er ofvaxið getunni og hvatvísin skráir mann til leiks. Slagurinn er alltaf tekinn þrátt fyrir að eiga aldrei sjéns. En það er allt í lagi. Ég kyndi undir mótþróaþrjóskuröskuninni og held áfram að vera í stanslausri spyrnu, eins og restin af þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun
Þar sem ég fór í (mjög saklausa og alveg mjög líklega löglega!) spyrnu á Sæbrautinni um daginn uppgötvaði ég að ég er illa þjáð af landlægum smákóngakomplex. Þrútin af mikilmennskubrjálæði. Ég þandi fjórtán ára Ford Fiesta kaggann í botn á rauðu ljósi. Fann svolitla brunalykt en það var bara lyktin af sigri. Ég átti allan heiminn og efaðist ekki í augnablik um yfirburði mína. Andstæðingurinn var á nýlegum BMW jeppa. Ég er ekki fáviti. Ég veit að BMW er með öflugri vél. En þetta snýst bara um að stíga nógu fast á bensínið. Dúndra þessu niður. Vilja nógu mikið. Það er manneskjan sem stýrir bílnum, ekki öfugt. Stinga af með hvelli. Það kom grænt ljós og eini hvellurinn sem heyrðist var þegar fúið framdekkið sprakk eftir fáeina metra. BMW-inn löngu kominn úr augsýn. Þar sem ég sat á dekkjaverkstæðinu og beið eftir að glænýtt dekk yrði sett undir bílinn og tuttugu þúsund kall tekinn af kortinu mínu korter í mánaðamót reyndi ég að skilja þennan komplex. Mundi þá að ég hef oftar en mörgum sinnum boðið vaxtartrölli í sjómann og fimleikastjörnu í spíkatkeppni og alltaf jafn fullviss um sigur. Alveg inn að hjartarótum verið kokhraust. Sem er næstum því fallegt en samt óskaplega óþolandi. Til dæmis fyrir dótturina sem þurfti að bíða á verkstæðinu og vesalings liðböndin mín. Keppnisskapið er ofvaxið getunni og hvatvísin skráir mann til leiks. Slagurinn er alltaf tekinn þrátt fyrir að eiga aldrei sjéns. En það er allt í lagi. Ég kyndi undir mótþróaþrjóskuröskuninni og held áfram að vera í stanslausri spyrnu, eins og restin af þjóðinni.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun