Sitjandinn á Salóme Frosti Logason skrifar 5. maí 2016 07:00 Árið 2016 er ekki hálfnað en það er samt strax orðið eitt viðburðaríkasta ár sem ég hef upplifað. Andlát meistara eins og David Bowie, Prince og Lemmy hafa varpað ljósi á hversu magnað tímabil tónlistarsögunnar æviskeið mitt hefur spannað. Þeir eru hver um sig meðhöfundar að sándtrakki lífs míns. Þótt ótrúlegt megi virðast þá verða það hvorki Hanna Birna né Spillugi sem verða efst í huga fólks þegar það minnist skattaskjólsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í framtíðinni. Forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum og var næstum búinn að leysa upp heila ríkisstjórn í leiðinni. Áður hafði hann farið á fund með Obama í einum Nike-strigaskó. Ólafur Ragnar Grímsson er þriðji aðilinn sem gegnir embætti forseta Íslands í minni tíð. Í barnaskóla gróðursetti ég eitt sinn tré með Vigdísi en ég man ekkert eftir Kristjáni Eldjárn. Á þessu ári gætum við svo verið að fá enn einn forsetann. Hann yrði sá sjötti í sögu lýðveldisins. Þetta eru sögulegir tímar. Á árunum sem ég var tuttugu og eitthvað gengum við í gegnum góðæri, allsherjar hrun og síðan uppgjör þess. Höfum skrifað rannsóknarskýrslu í níu bindum og heila stjórnarskrá síðan þá. Öllu draslinu var reyndar kastað á haugana ásamt, í huga biskups, heilögu hjónabandi karls og konu. En nú kemur það í ljós að uppgjör hrunsins var kattarþvottur. Raunverulegar ástæður þess er að finna í Panama-skjölunum. Á forsíðum erlendra stórblaða eru Sigmundur, Dorrit og Ólafur. Ásamt að sjálfsögðu sitjandanum á Gretu Salóme. Við lifum sannarlega á sögulegum tímum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Árið 2016 er ekki hálfnað en það er samt strax orðið eitt viðburðaríkasta ár sem ég hef upplifað. Andlát meistara eins og David Bowie, Prince og Lemmy hafa varpað ljósi á hversu magnað tímabil tónlistarsögunnar æviskeið mitt hefur spannað. Þeir eru hver um sig meðhöfundar að sándtrakki lífs míns. Þótt ótrúlegt megi virðast þá verða það hvorki Hanna Birna né Spillugi sem verða efst í huga fólks þegar það minnist skattaskjólsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í framtíðinni. Forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum og var næstum búinn að leysa upp heila ríkisstjórn í leiðinni. Áður hafði hann farið á fund með Obama í einum Nike-strigaskó. Ólafur Ragnar Grímsson er þriðji aðilinn sem gegnir embætti forseta Íslands í minni tíð. Í barnaskóla gróðursetti ég eitt sinn tré með Vigdísi en ég man ekkert eftir Kristjáni Eldjárn. Á þessu ári gætum við svo verið að fá enn einn forsetann. Hann yrði sá sjötti í sögu lýðveldisins. Þetta eru sögulegir tímar. Á árunum sem ég var tuttugu og eitthvað gengum við í gegnum góðæri, allsherjar hrun og síðan uppgjör þess. Höfum skrifað rannsóknarskýrslu í níu bindum og heila stjórnarskrá síðan þá. Öllu draslinu var reyndar kastað á haugana ásamt, í huga biskups, heilögu hjónabandi karls og konu. En nú kemur það í ljós að uppgjör hrunsins var kattarþvottur. Raunverulegar ástæður þess er að finna í Panama-skjölunum. Á forsíðum erlendra stórblaða eru Sigmundur, Dorrit og Ólafur. Ásamt að sjálfsögðu sitjandanum á Gretu Salóme. Við lifum sannarlega á sögulegum tímum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun