Okkar viðkvæma veröld og spandex Sigríður Jónsdóttir skrifar 5. maí 2016 09:30 Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson í hlutverkum sínum í Könnunarleiðangur til KOI. Leikhús Könnunarleiðangur til KOI Sómi þjóðar Tjarnarbíó Leikstjórn, leikarar, handrit, kóreógrafía og leikmynd: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson Hljóðvinnsla: Hilmir Jensson, Tryggvi Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson Ljósahönnun: Fjölnir Gíslason Hvítklæddu geimfararnir Ísak og Vilhjálmur snúa aftur á fjalirnar í Tjarnarbíói en geimsápuóperan Könnunarleiðangur til KOI var frumsýnd síðastliðinn föstudag. Kumpánarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið á síðasta leikári þegar sviðslistahópurinn Sómi þjóðar tók fyrir byssueign en nú tækla þeir málefni flóttafólks, í geimnum. Við hittum Ísak og Vilhjálm aftur fyrir í geimskipinu TF-VON, snilldarlega hannað úr gömlum bumbubana frá tíunda áratugnum og stjörnuljósum, á leið þeirra til paradísarplánetunnar KOI. Verkefnið: Að finna ný hýbýli fyrir mannkynið en mannfólkinu hefur loksins tekist að eyðileggja okkar eigin heimkynni. Áfangastaðurinn nálgast óðum en eina nóttina er bankað?… Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson eru nánast allt í öllu í þessari sýningu; þeir skrifa handritið, leikstýra, leika, smíða leikmyndina. Fyrir utan ljósahönnun og hljóðsköpun, sem komið verður að síðar, þá er Könnunarleiðangur til KOI algjörlega þeirra hugarsmíð. Þeir vinna sýninguna á einungis einum mánuði, allt frá fyrstu setningu til síðustu hvellhettu. Viðbragðstími þeirra við málefnum líðandi stundar er því töluvert styttri en í leikhúsinu almennt. Öfugt við asaganginn í undirbúningnum þá er nálgun þeirra á sviði afslöppuð og nærvera kostuleg. Þeir byggja upp eins konar sinfóníu af endurtekningum; í hreyfingum, hljóðum og frösum. Ísak og Vilhjálmur rífast, rökræða og horfa á geimbíó í leit sinni að viðeigandi viðbrögðum við óvænta gestinum sem þeir hleyptu inn í loftlásinn, en ekki lengra. Spurningalistar, mengunarhætta og menningarmunur kemur allt við sögu í handriti sem er bráðfyndið á köflum en aðeins of einfaldað til að geta tekist á við málefnið sem hér um fjallar. Tungltakturinn úr ansi öldruðum tölvuleik um Jóakim Aðalönd var afar kærkominn og þakklátur fyrir þá sem þekkja til. Einnig var ómur af kunnuglegum geimstefjum úr sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Hljóðbrellurnar eru með einfaldasta máta einkar vel tímasettar og smellnar. Fjölnir Gíslason sér um ljósahönnun en hún var á köflum allt of dimm, bæði í byrjun sýningar og á síðustu augnablikum hennar. En þrátt fyrir fín fyrirheit hrynur geimheimur Ísaks og Vilhjálms til grunna um leið og þeir stíga fæti út fyrir TF-VON. Ekki bara hjá persónunum heldur einnig hjá handritshöfundunum. Hingað til hefur heimur þeirra verið vel skilgreindur, skipulagður og útfærður en verður útþvældur um leið og þeir leiða áhorfendur á aðra plánetu. Þarna virðist hugmyndaauðgi Hilmis og Tryggva hafa orðið þeim að falli, hugmyndum er kippt inn í sýninguna sem hverfist allt í einu um sjálfa sig frekar en málefnið. Vinnuaðferðin og fagurfræðin sem Hilmir og Tryggvi hafa tamið sér er eftirtektarverð og frumleg. Aftur á móti verða þeir að nýta þennan góða grunn betur en raun ber vitni í þessari tilteknu sýningu í þeirri næstu, sem vonandi kemur á næsta leikári, sem er tilhlökkunarefni. Góð heildarhugmynd er viðkvæm í notkun og asinn má ekki yfirtaka verkefnið. Kjarna sýningarinnar er að lokum fórnað fyrir sniðugheit, smellnar vísanir og söngstund. Niðurstaða: Sýning með hjartað á réttum stað en frekar útþvæld heild.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Könnunarleiðangur til KOI Sómi þjóðar Tjarnarbíó Leikstjórn, leikarar, handrit, kóreógrafía og leikmynd: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson Hljóðvinnsla: Hilmir Jensson, Tryggvi Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson Ljósahönnun: Fjölnir Gíslason Hvítklæddu geimfararnir Ísak og Vilhjálmur snúa aftur á fjalirnar í Tjarnarbíói en geimsápuóperan Könnunarleiðangur til KOI var frumsýnd síðastliðinn föstudag. Kumpánarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið á síðasta leikári þegar sviðslistahópurinn Sómi þjóðar tók fyrir byssueign en nú tækla þeir málefni flóttafólks, í geimnum. Við hittum Ísak og Vilhjálm aftur fyrir í geimskipinu TF-VON, snilldarlega hannað úr gömlum bumbubana frá tíunda áratugnum og stjörnuljósum, á leið þeirra til paradísarplánetunnar KOI. Verkefnið: Að finna ný hýbýli fyrir mannkynið en mannfólkinu hefur loksins tekist að eyðileggja okkar eigin heimkynni. Áfangastaðurinn nálgast óðum en eina nóttina er bankað?… Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson eru nánast allt í öllu í þessari sýningu; þeir skrifa handritið, leikstýra, leika, smíða leikmyndina. Fyrir utan ljósahönnun og hljóðsköpun, sem komið verður að síðar, þá er Könnunarleiðangur til KOI algjörlega þeirra hugarsmíð. Þeir vinna sýninguna á einungis einum mánuði, allt frá fyrstu setningu til síðustu hvellhettu. Viðbragðstími þeirra við málefnum líðandi stundar er því töluvert styttri en í leikhúsinu almennt. Öfugt við asaganginn í undirbúningnum þá er nálgun þeirra á sviði afslöppuð og nærvera kostuleg. Þeir byggja upp eins konar sinfóníu af endurtekningum; í hreyfingum, hljóðum og frösum. Ísak og Vilhjálmur rífast, rökræða og horfa á geimbíó í leit sinni að viðeigandi viðbrögðum við óvænta gestinum sem þeir hleyptu inn í loftlásinn, en ekki lengra. Spurningalistar, mengunarhætta og menningarmunur kemur allt við sögu í handriti sem er bráðfyndið á köflum en aðeins of einfaldað til að geta tekist á við málefnið sem hér um fjallar. Tungltakturinn úr ansi öldruðum tölvuleik um Jóakim Aðalönd var afar kærkominn og þakklátur fyrir þá sem þekkja til. Einnig var ómur af kunnuglegum geimstefjum úr sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Hljóðbrellurnar eru með einfaldasta máta einkar vel tímasettar og smellnar. Fjölnir Gíslason sér um ljósahönnun en hún var á köflum allt of dimm, bæði í byrjun sýningar og á síðustu augnablikum hennar. En þrátt fyrir fín fyrirheit hrynur geimheimur Ísaks og Vilhjálms til grunna um leið og þeir stíga fæti út fyrir TF-VON. Ekki bara hjá persónunum heldur einnig hjá handritshöfundunum. Hingað til hefur heimur þeirra verið vel skilgreindur, skipulagður og útfærður en verður útþvældur um leið og þeir leiða áhorfendur á aðra plánetu. Þarna virðist hugmyndaauðgi Hilmis og Tryggva hafa orðið þeim að falli, hugmyndum er kippt inn í sýninguna sem hverfist allt í einu um sjálfa sig frekar en málefnið. Vinnuaðferðin og fagurfræðin sem Hilmir og Tryggvi hafa tamið sér er eftirtektarverð og frumleg. Aftur á móti verða þeir að nýta þennan góða grunn betur en raun ber vitni í þessari tilteknu sýningu í þeirri næstu, sem vonandi kemur á næsta leikári, sem er tilhlökkunarefni. Góð heildarhugmynd er viðkvæm í notkun og asinn má ekki yfirtaka verkefnið. Kjarna sýningarinnar er að lokum fórnað fyrir sniðugheit, smellnar vísanir og söngstund. Niðurstaða: Sýning með hjartað á réttum stað en frekar útþvæld heild.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira