Takk, mamma Hildur Björnsdóttir skrifar 6. maí 2016 07:00 Af mæðrum okkar lærum við margt. Þeim eigum við margt að þakka. Móðir mín ól fimm börn í þennan heim. Hún helgaði líf sitt fjölskyldunni. Ævistarfið í okkar þágu. Hún innrætti okkur gildi – samviskuna á öxlinni og röddina bakvið eyrað. Hún kenndi okkur margt. Það mikilvægasta kannski það fyrirferðarminnsta – það sem hún sagði aldrei. Ég man vel eftir upphafi unglingsáranna. Allar heimsins áhyggjur helltust yfir vinkvennahópinn. Spekúleringar og vangaveltur. Komplexar. Sjaldnast skildi ég umræðuefnið. Vinkonurnar Húðslit og Appelsínuhúð hefðu allt eins geta verið skáldsagnapersónur. Þeim veitti ég aldrei sérstaka athygli – því af þeim hafði ég aldrei heyrt. Móðir mín er sérlega glæsileg kona. Sennilega sú allra fegursta. Það stríða þó flestir við einhvers konar óöryggi. Á mínum uppvaxtarárum kvartaði móðir mín aldrei. Hún talaði aldrei af vanþóknun um sjálfa sig. Ekki eitt einasta styggðaryrði. Ekki einn einasta dag. Ekki eitt einasta skipti. Einhvern tímann aðspurð var svar hennar einfalt: ,,Það hefði ég aldrei leyft mér. Hvílíkt vanþakklæti. Mér voru gefin fimm heilbrigð börn!“ Heimurinn er uppfullur af skaðlegum staðalímyndum og brengluðum fyrirmyndum. Jafnvel foreldrum sem hata sjálfa sig í áheyrn barna sinna. Það er mikilvægt að skilaboðin heima séu heilbrigð. Foreldrar hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd barna. Við setjum fordæmið. Móður minni á ég margt að þakka. Hún ól mig upp í heilbrigði og hollustu. Hún innrætti mér þakklæti fyrir allt sem mér var gefið. Hún virti sjálfa sig og var aldrei vanþakklát. Það er dýrmætt veganesti í kröfuhörðum heimi. Takk, mamma.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Af mæðrum okkar lærum við margt. Þeim eigum við margt að þakka. Móðir mín ól fimm börn í þennan heim. Hún helgaði líf sitt fjölskyldunni. Ævistarfið í okkar þágu. Hún innrætti okkur gildi – samviskuna á öxlinni og röddina bakvið eyrað. Hún kenndi okkur margt. Það mikilvægasta kannski það fyrirferðarminnsta – það sem hún sagði aldrei. Ég man vel eftir upphafi unglingsáranna. Allar heimsins áhyggjur helltust yfir vinkvennahópinn. Spekúleringar og vangaveltur. Komplexar. Sjaldnast skildi ég umræðuefnið. Vinkonurnar Húðslit og Appelsínuhúð hefðu allt eins geta verið skáldsagnapersónur. Þeim veitti ég aldrei sérstaka athygli – því af þeim hafði ég aldrei heyrt. Móðir mín er sérlega glæsileg kona. Sennilega sú allra fegursta. Það stríða þó flestir við einhvers konar óöryggi. Á mínum uppvaxtarárum kvartaði móðir mín aldrei. Hún talaði aldrei af vanþóknun um sjálfa sig. Ekki eitt einasta styggðaryrði. Ekki einn einasta dag. Ekki eitt einasta skipti. Einhvern tímann aðspurð var svar hennar einfalt: ,,Það hefði ég aldrei leyft mér. Hvílíkt vanþakklæti. Mér voru gefin fimm heilbrigð börn!“ Heimurinn er uppfullur af skaðlegum staðalímyndum og brengluðum fyrirmyndum. Jafnvel foreldrum sem hata sjálfa sig í áheyrn barna sinna. Það er mikilvægt að skilaboðin heima séu heilbrigð. Foreldrar hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd barna. Við setjum fordæmið. Móður minni á ég margt að þakka. Hún ól mig upp í heilbrigði og hollustu. Hún innrætti mér þakklæti fyrir allt sem mér var gefið. Hún virti sjálfa sig og var aldrei vanþakklát. Það er dýrmætt veganesti í kröfuhörðum heimi. Takk, mamma.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun